Húsfélagið Fálkagata 5

Nánari upplýsingar
Nafn Húsfélagið Fálkagata 5
Númer E-477
Lýsing

Húsfélagið Fálkagötu 5 í Reykjavík var stofnað í september 1968.

Aðilar voru íbúðareigendur, sex að tölu: Benedikt Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Thulin Johansen, Rúnar Gunnarsson, Ármannsfell og Óttar Örn Petersen.

Þar sem láðst hefur að gera fundargerðir hingað til verður drepið á helstu samþykktir til þessa.

1. Óttar Örn Petersen kosinn formaður fyrsta árið, en hann skal sjá um rekstur eitt ár í senn.
2. Aðrir aðilar skulu aðstoða við að hrinda í framkvæmd verkefnum, svo sem unnt er.
3. Aðilar skulu framvegis sjálfir koma greiðslum til formanns hverju sinni.
4. Ákveðið að panta dyrasíma að SSS tegund, með úti og inni bjöllu og sér tónbjöllu.
5. Ákveðið að kaupa póstkassa og bréfalúgu, sem samþykktar væru og setja þær upp.
6. Ráða ræstingarkonu og hafa þá beina viðmiðun við störf og kaup ræstingakonu í stigahúsi nr. 3 við Fálkagötu.
7. Að ekki verði keypt sameiginlega vélasamstæður í þvottahús fyrr en eftir 1-2 ár.
8. Ákveðið var að slétta lóð í haust svo framarlega, að stigahús no. 1 og no. 3 fari í þær framkvæmdir en bíða til næsta sumars að tyrfa og ganga frá lóð.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-477 Húsfélagið Fálkagata 5 (1968)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2012
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð húsfélag, húseigendur, Vesturbær, Fálkagata