Byggingarnefndarskjöl

Vissir þú að... Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir byggingarnefndarskjöl flest allra lóða í Reykjavík frá byggingarfulltrúa Reykjavíkur? 

Byggingarnefndarskjölin segja sögu húsa sem standa á eða staðið hafa á yfir 16.000 lóðum í Reykjavík. Skjölin ná allt frá fyrri hluta 19. aldar til ársins 2017 og getur því saga sumra lóða spannað nálægt 180 árum. Magn skjala fyrir hvert hús er misjafnt en þau geta verið allt frá einu skjali til jafnvel hundruða skjala. Byggingarnefndarskjöl varðveita allt frá fyrstu umsókn byggingu húss eða húsa á viðkomandi lóð til síðustu viðbótar eða breytinga. Í sumum tilfellum, þá sér í lagi eldri lóða og húsa, hefur sagan verið skjalfest enn lengra aftur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr byggingarnefndarskjölum sem varðveitt eru undir Mjóstræti 10.

Smellið á skjalið til að stækka.

Skjal 1.1

Skjal 1.2

Á hornum byggingarnefndarskjala má sjá úthlutað málsnúmeri lóðarinnar eða byggingarinnar. Byggingarnefndarskjöl Mjóstrætis 10 hafa málsnúmerið B/1254. 

Hér má sjá brot af þeim upplýsingum sem skjalið inniheldur. 

  • Saga Mjóstrætis 10 nær aftur til ársins 1799. Þá fékk Hákon Oddson útmælda lóð í Grjótatúni. Lóðin var 42 alin (ca. 26,36 metrar) að lengd frá suður til norðurs en 24 alin (ca. 15 metrar) að breidd frá austur til vesturs.
  • Eftir andlát Hákons var bærinn nefndur „Hákonarbær“ en ekkja hans, Kristín Einarsdóttir, seldi bæinn og lóð til Jóns Jóhannessonar iðnaðarmanns árið 1817.
  • Á árunum 1843 og 1852 fékk Jón Ingimundarson leyfi til að byggja kjallara og síðar timburhús á lóðinni.
  • Árið 1864 var Hákonarbær seldur á uppboði eftir að ekkja Jóns Ingimundarsonar, Helga Þórðardóttir, féll frá. Jón faktor Jónsson keypti bæinn. Lóðin breytist lítið að stærð og var sögð 45 alin (ca. 28,24 metrar) að lengd og 26 alin (16,32 metrar) að breidd.
  • Jón Torfason reif upprunalega bæinn, „Hákonarbæ“ árið 1897 en hélt áfram uppbyggingu lóðarinnar.

 

Skjal 1.3

Umsókn Ágústs Jónssonar frá 10. mars 1936 um leyfi til að byggja bráðabirgða vinnustofu á lóð sinni. 
  • Hægt er að nálgast teikningar af vinnustofunni hér.

Skjal 1.4

Samþykki byggingarnefndar til byggingar bráðabirgða vinnustofu á lóðinni Mjóstræti 10.

 

Skjal 1.5

Skjöl byggingarnefndar geyma ekki aðeins umsóknir og útgefin leyfi heldur einnig ábendingar, kvartanir eða mótmæli svo dæmi séu nefnd.

 

 Til baka                                                                                                                                                                                                                 Brunavirðingar