Brunavirðingar húsa hafa að geyma upplýsingar um gerð þeirra. Svo sem byggingarefni sem notuð voru í húsin, upprunalegt útlit þeirra, herbergjaskipan, stærð, innréttingar og margt fleira. Brunavirðingar hafa ekki einungis sögulegt gildi því virðingarnar geta nýst til dæmis þeim sem óska eftir því að fá séreign samþykkta sem íbúð eða til að endurgera eldri hús í upprunalegt horf.
Smellið á skjalið til að stækka.
Skjal 1.1 Registur brunavirðinga
Á brunavirðingunni má sjá lýsingu hússins, bæði ytra byrði sem og innra byrði;
Um að gera að spreyta sig á lestri brunavirðingarinnar en fyrir þá sem treysta sér ekki til þess er hægt að finna textann uppskrifaða hér.
Húsin sem hafa verið byggð að Mjóstræti 10 eiga sér langa sögu og hafa þau tekið miklum breytingum í áranna rás eins og sjá má á brunavirðingum þess.
Allar brunabótavirðingar húsa í Reykjavík eru aðgengilegar á vefsíðu Borgarskjalasafns. Ef þig langar að vita meira um innra og ytra byrði húsanna að Mjóstræti, eða fletta upp öðrum húsum Reykjavíkurborgar, er hægt að grúska í brunavirðingum hér.
Ef þig langar til að skoða teikningar af Mjóstræti 10 á teikningavef Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast teikningar af húsunum hér.