Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur fengið styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til að ljósmynda og birta á vef sínum manntalsbækur Reykjavíkur frá árinu 1906. Bækurnar eru ómetanleg heimild um íbúa- og húsasögu Reykjavíkur og mjög áhugaverðar fyrir sagnfræðinga og aðra fræðimenn sem og almenning. Stefnt er að áframhaldandi ljósmyndun og birtingu á vef allra manntala í fórum safnsins með þeim stuðningi sem fæst til.