Vissir þú að...

Hákonarbær var torfbær sem byggður var um aldamótin 1800. Bærinn stóð á lóðinni sem nú er kennd við …
Hákonarbær var torfbær sem byggður var um aldamótin 1800. Bærinn stóð á lóðinni sem nú er kennd við Mjóstræti 10. Torfbærinn er ekki lengur til staðar en lóðin sem hann stóð á á sér langa sögu.

… með safnkosti Borgarskjalasafns Reykjavíkur er hægt að þræða saman vefi ólíkra upplýsinga og búa til heildstæða sögu út frá bæði opinberum gögnum borgarinnar og einkaskjalasöfnum.

Hér á eftir er dæmi um hvernig hægt er að grúska í skjalasafni Borgarskjalasafns og tengja saman innihald skjala sem haldið hefur verið til haga, svo úr verði saga.

Í þessu dæmi verður leitast eftir skjölum tengdum Mjóstræti 10. Allt frá byggingarnefndarskjölum og brunavirðingum, íbúaskrám og manntölum yfir í einkaskjalasöfn.

Til að hefja ferðalagið í gegnum skjölin er mælt með að byrja á byggingarnefndarskjölum og láta gögnin svo leiða ykkur áfram. 

Góða skemmtun. 

Byggingarnefndarskjöl       Brunavirðingar           

 Íbúaskrár/Manntöl             Manntalsspjöld         

                                   Einkaskjalasafn