Þann 12. nóvember 2014 var Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður í viðtali við Björn Bjarnason á ÍNN sjónvarpsstöðinni í tilefni af 60 ára afmæli Borgarskjalasafns Reykjavíkur um þessar mundir.
Í viðtali sínu ræddu þau Björn og Svanhildur meðal annars um aðdraganda að stofnun Borgarskjalasafns, húsnæðismál, brunann á Korpúlfsstöðum og afleiðingar hans, miðlun skjala á netinu, langtímavörslu rafrænna skjala og margt fleira.
Þá ræddu þau söfnun einkaskjalasafna og birtingu þeirra á netinu. Svanhildur kom með skjal sem Borgarskjalasafn fékk sent í síðustu viku og lýsti því hvernig eitt sendibréf getur sagt mikla sögu og hversu mikilvægt er að varðveita slík skjöl.