Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands 2017.
Viðtal við Eirík G. Guðmundsson þjóðskjalavörð í Morgunblaðinu í dag, þar sem fjallað er um stöðu héraðsskjalasafnanna, í tilefni af nýútkominni skýrslunni en Borgarskjalasafn Reykjavíkur er eitt þeirra.
Eiríkur lýsir vel fjölbreyttum verkefnum héraðsskjalasafnanna, auknum kröfum til þeirra en að þau séu að berjast við fjársvelti og skort á mannafla.
Sem dæmi um það má nefna að Borgarskjalasafn hefur engan starfsmann í miðlun á vef (sem mikil krafa er um), engan starfsmann í afgreiðslu almennra erinda og fyrirspurna (um 2.000 fyrirspurnir berast árlega) og einn starfsmann sem ætlað er að sinna ráðgjöf, fræðslu, eftirliti með skjalastjórn allra stofnana og fyrirtækja borgarinnar og að taka á móti tilkynningum um rafræn skjalakerfi og gagnagrunna, undirbúa langtímavörslu rafrænnna gagna hjá Reykjavíkurborg, auk annarra verkefna.
Hér má lesa skýrslu um héraðsskjalasöfnin.
Viðtalið má lesa á Facebook síðu Borgarskjalasafns.