Borgarskjalasafn Reykjavíkur, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og önnur héraðsskjalasöfn, stendur fyrir söfnun skjala íþróttafélaga í Reykjavík til varðveislu á safninu. Skjöl íþróttafélaga eru sögulegar minjar sem mikilvægt er að glatist ekki , heldur séu varðveitt á tryggilegan hátt á skjalasafni, þar sem áhugamenn um íþróttasögu Reykjavíkur hafa aðgang að henni.
Borgarskjalasafn varðveitir yfir 25 skjalasöfn íþróttafélaga í Reykjavík. Því miður eru mörg félög sem engar heimildir finnast um. Við höfum talað við íþróttafélög, þar sem forsvarsmenn félaganna hafa verið allir af vilja gerðir af afhenda okkur skjöl, en þau hafa einfaldlega ekki fundist og ekki verið vitað um örlög þeirra. Í sumum tilfellum er hægt að kenna um bágri aðstöðu félaganna á árum áður. Oft þurftu stjórnarmenn að varðveita fundargerðarbækur og önnur skjöl heima hjá þér.
Við leitum því eftir liðsinni þínu við að hafa upp á skjölum íþróttafélaga sem hafa dagað uppi í heimahúsum eða annars staðar og skjölum íþróttafélaga í Reykjavík, sem ekki starfa lengur.
Hér á eftir fer listi yfir íþróttafélög sem eru hætt starfsemi. Ef þú þekkir til hvar skjöl frá þessum íþróttafélögum eru niðurkomin, hvort sem þau hafa lent á öðru skjalasafni, á minjasafni, bókasafni, til annars íþróttafélags eða eru varðveitt hjá fyrrverandi stjórnarmönnum, þá biðjum við þig um að láta okkur vita hvar þau eru að finna og auðvitað vildum við gjarnan fá þau til varðveislu. Ef skjöl eru varðveitt á öðru safni, er líka gott að vita af því, svo hægt sé að benda fyrirspyrjendum á það.
Það sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að fá til varðveislu eru til dæmis fundagerðarbækur félaganna, bréfasöfn, málasöfn, ljósmyndir, fréttabréf, plaköt og annað útgefið efni, ársreikningar, félagaskrár og mótaskrár. Starfsmenn safnsins geta komið og metið skjölin, ef óskað er.
Eftirfarandi íþróttafélög eru ekki lengur starfandi:
Ef þið hafið upplýsingar um ofangreind skjalasöfn, þá er hægt að koma með skjölin til safnsins á virkum dögum milli kl. 10 og 16 eða hafa samband við safnið í síma 411 6060, netfang: borgarskjalasafn@reykjavik.is