Laugarnesskóli er einn af fjölmörgum grunnskólum borgarinnar sem hefur afhent skjöl reglulega til Borgarskjalasafns. Hægt er að skoða skrá yfir skjöl skólans á Borgarskjalasafni hér.
Dagana 27. -28. maí sl. var haldið upp á 80 ára afmælis skólans og tók Borgarskjalasafn þátt í því með margvíslegum hætti, enda um að ræða einn elsta grunnskóla borgarinnar.
Sýningakassar sem voru í Laugarnesskóla á 80 ára afmælishátíðarhöldum skólans um helgina, eru nú komnir á 3. hæð í Borgarskjalasafni.
Þeir verða þar til sýnis í afgreiðslu safnsins til og með 16. júní.
Safnið skannaði yfir 200 ljósmyndir úr skjalasafni Laugarnesskóla og eru þær aðgengilegar hér. Safnið leitar eftir upplýsingum um hverjir eru á myndunum og minningum tengdum þeim.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur ljósmyndaði handskrifuð skólablöð úr Laugarnesskóla eða Miðbæjarskóla frá árunum 1941 til 1945 og gerði þau aðgengileg á vef.
Blöðin gefa skemmtilega innsýn í þau efni sem börnin voru að fá við í skólanum og líf þeirra og hugmyndaheim.
Smellið á hlekk fyrir neðan til þess að opna og lesa blöðin:
Nemandinn 12 ára D
Nemandinn 13 ára D
Víðförull 11 ára E
Víðförull 12 ára E
Víðförull 13 ára E