Borgarskjalasafn verður lokað að þessu sinni á menningarnótt en safnið verður þó með tvær sýningar í stigagangi Grófarhúss Tryggvagötu 15 á menningarnótt.
Á þriðju hæð Grófarhúss er sýning á skjölum og ljósmyndum sem tengjast tómstundastarfi í félagsmiðstöðvunum í Breiðholti, einkum Fellahelli og Miðbergi.
Borgarskjalasafn varðveitir skjalasöfn félagsmiðstöðva í Reykjavík.
Á fjórðu hæð Grófarhúss er sýning á skjölum sem tengjast ættfræðirannsóknum Íslendinga meðal annars af ættartölum frá árunum 1872 til 2013.
Ættartölur berast stundum með einkaskjalasöfnum einstaklinga á Borgarskjalasafn og er mikill áhugi fyrir þeim.
Sýningarnar eru opnar menningarnótt laugardaginn 19. ágúst 2017 kl. 12-22 og sunnudaginn 20. ágúst kl. 12-18. Allir velkomnir og það kostar ekkert.