Stafræn afritun ljósmynda úr einkaskjalasöfnum á Borgarskjalasafni Reykjavíkur

Undanfarna sex mánuði hefur verið unnið að stafrænni afritun ljósmynda úr einkaskjalasöfnum sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni Reykjavíkur auk uppsetningu á myndabanka.

Á safninu er varðveittur fjöldi ljósmynda sem hluti af einkaskjalasöfnum. Settir voru upp verkferlar fyrir stafræna afritun með aðstoð frá Héraðskjalasafni Árnesinga á Selfossi sem unnið hefur að sambærilegu verkefni undanfarin ár.

Verkið hefur gengið vel og nú er búið að afrita og skrá tæplega 20 þúsund myndir og farið hefur verið í gegnum um helming einkaskjalasafna í verkefninu. Elstu ljósmyndirnar eru frá því um aldamótin 1900 en myndasöfnin ná allt fram til um 2000. Ljósmyndirnar eru af ýmsum stærðum og gerðum, svarhvítar og í lit, slides og filmur.

Myndefnin eru misjöfn, byggingar, íþróttaviðburðir, ýmis hátíðleg tækifæri, börn að leik, loftmyndir af höfuðborginni, auglýsingaljósmyndir, fólk við vinnu og svo mætti lengi telja. Misjafnt er hve mikið er af upplýsingum um myndirnar í skjalasöfnunum en oft eru þær mjög takmarkaðar.

Leitað hefur verið til almennings til að fá frekari upplýsingar um myndirnar á Safnanótt 2013 og á Facebooksíðu safnsins. Undirtektirnar hafa verið afar góðar og mikið af upplýsingum hefur safnast. Þær eru allar skráðar í myndabanka svo auðvelt er að finna ljósmyndir af ákveðnum efnivið.

Ef þú telur þig geta haft upplýsingar um myndir úr einhverju skjalasafnanna hér að neðan vill safnið gjarnan fá frekari upplýsingar. Hægt er að hafa samband við safnið í síma: 411 6060 eða senda póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is.

Allar myndir úr eftirfarandi einkaskjalasöfnum hafa verið afritaðar:

Aðalstræti 8 / Fjalakötturinn

Alþjóðlegu skiptinemasamtökin / AUS

Auður Björg Ingvarsdóttir

Austurstræti 20

Ásmundur Brekkan

Barnavinafélagið Sumargjöf

Byggingafélag alþýðu

Byggingarþjónustan

Corpus Camera

Einkaskjalasafn nr. 1 - ýmis einkasöfn

Ellen Sighvatsson

Enok Helgason og Petrína Kjartansdóttir

Eyjólfur Eiríksson, kaupmaður og veggfóðrari

Félag heyrnarlausra

Félag íslenskra myndlistamanna / FÍM

Félag íslenskra radioamatöra / ÍRA

Félag slökkviliðsmanna í Reykjavík

Friede Pálsdóttir Briem (Zontaklúbbur Reykjavíkur)

Geitastekkur 4, sjá einnig E – 203

Gísli Halldórsson, arkitekt og borgarfulltrúi

Golfklúbbur Reykjavíkur

Guðbjartur Ólafsson, hafnsögumaður og Ástbjörg Jónsdóttir

Guðbjörg Benediktsdóttir og Konráð Guðjónsson

Guðbrandur Jóhannsson og Valgerður Stefánsdóttir

Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, sjá einnig E – 202

Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, sjá einnig E – 202

Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir

Gunnar A. Magnússon, kaupmaður

Halldór Auðunsson

Halldóra Kristjánsdóttir

Heiður Baldursdóttir, lokað að hluta

Hilda hf.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

Íslensk-Erlenda verzlunarfélagið, sjá einnig E-293

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur – KDR.

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík

Íþróttafélag heyrnarlausra

Íþróttafélag kvenna

Íþróttafélag Reykjavíkur

Íþróttafélagið Fylkir

Jóhannes S. Kjarval, listmálari

Jón Halldórsson, húsgagnasmíðameistari

Jón Helgason

Jón Helgason, prentari og bóksali

Jón Skagan, prestur

Jón Þorláksson og Norðmann, sjá einnig E - 191

Jón Þorláksson, ráðherra og Ingibjörg Claessen Þorláksson

Klúbbur 44

Knattspyrnufélagið Víkingur

Kristín Helgadóttir

Kristín Ingibjörg Hallgrímsdóttir, hjúkrunarkona

Kristín Jónsdóttir

Kristján Júlíusson og Herdís Støm Axelsdóttir

Kvenfélagið Esjan

Magnús Jochumsson, póstmeistari

Margrét Ásgeirsdóttir

Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður

Margrét Hermanns Auðardóttir, fornleifafræðingur

MATVÍS

Nói Kristjánsson tónskáld og Anna Ágústsdóttir

Óskar Jónasson, kafari

Prjónastofan Peysan sf.

Ragnar Leví Pálsson

Samband íslenskra lúðrasveita

Sigríður Ingjaldsdóttir og Hörður Ólason

Sigurbergur Pálsson, Bílavörubúðin Fjöðrin

Sigurgeir Vilhjálmsson og Soffía Vilhjálmsdóttir

Símon Ólafsson og Sesselía Jónsdóttir

Skagfirska söngsveitin

Skíðafélag Reykjavíkur

Svala Níelsen, söngkona

Sveinbjörn K. Árnason, kaupmaður og gluggaskreytir

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur

Ungtemplarafélagið Hrönn, Íþróttadeild og Skíðadeild Hrannar

Útgerðartækni hf.

Valgerður Tómasdóttir

Verslunin Baldur

Vigdís Jónsdóttir

Víðines, vistheimili

Þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari

Þórdís Guðnadóttir

Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, sjá einnig E-180

Þórður Jónsson, úrsmiður

Þórhallur Guðmundsson

Þuríður Guðmundsdóttir

Skoða má skjalaskrár einstaklinga, skjalaskrár félaga og skjalaskrár fyrirtækja á vef Borgarskjalasafnsins til að fá frekari upplýsingar um innihald hvers skjalasafns.