Í síðustu ljósmyndaumfjöllun Borgarskjalasafns Reykjavíkur voru birtar ljósmyndir úr einkaskjalasafni Sigurborgar Hjaltadóttur nr. E-357 og voru ljósmyndir af einstaklingum í forgrunni.
Fyrri ljósmyndaumfjöllun úr skjalasafni Sigurborgar má finna hér.
Nú munum við aðallega beina sjónum okkar að ljósmyndum af mannvirkjum og landslagsmyndum. Viðtökur við þessum lið hafa farið vonum framar og vill Borgarskjalasafn Reykjavíkur þakka öllum sem hafa komið með ábendingar og nánari upplýsingar.
Við tökum vel á móti ábendingum er varða ljósmyndirnar í gegnum netfang okkar borgarskjalasafn@reykjavik.is eða sem athugasemd undir hverri mynd fyrir sig á facebook síðu safnsins sjá hér.