Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Dagskrá Safnanætur
12. febrúar 2010
19:00 - 23:59 – Allt kvöldið
Opið hús kl. 19.00 til 23.59. Í boði eru sýningar, fræðsla um safnið, dans, draumaráðningar, tónleikar og upplestur á draumum. Kaffiveitingar og barnahorn. Allir velkomnir!
Minningar úr lífi hjóna. Sýnd skjöl úr safni hjóna, bæði ástarbréf og annað. Venjuleg hjón í Reykjavík, nú látin, en saga þeirra lifir þar sem afkomendur komu skjalasafni þeirra til varðveislu á Borgarskjalasafn Reykjavíkur.
Skjalasafnið þitt. Hringinn í kring um landið eru 20 héraðsskjalasöfn sem öll vinna að því að safna og varðveita sögu byggðalaga sinna. Borgarskjalasafn Reykjavíkur er eitt þeirra. Á Safnanótt verður kynnt hlutverk þeirra og starf.
Freyðandi kaffi. Dansverk við klassíska tónlist, unnið af 3ja árs nemum Klassíska listdansskólans, undir leiðsögn River Carmalt og flutt á Kaffi Rót 7. nóvember 2009 á Unglist hátíðinni. Sýnt af geisladisk öðru hvoru allt kvöldið.
Barnahorn, þar sem börnin geta komið og teiknað eða litað, nú eða gluggað í bækur og blöð. Þau sem mæta fá blöðru og blýant með sér heim.
19:00- 21:00
Láttu drauminn rætast! Sigrún Gunnarsdóttir, reikimeistari verður með draumaráðningar fyrir einstaklinga. Fólk getur komið með eigin draum til Sigrúnar uppskrifaðan eða sagt frá honum og fengið hann ráðinn. Hver draumaráðning kostar kr. 500 sem greiðist beint til Sigrúnar. Láttu drauminn rætast!
21:00 – 22:00
Fjörug klezmer tónlist. Varsjárbandalagið kemur til skjalanna og leikur fjöruga klezmertónlist.
22:00 & 22:30
This is not entertainment! Nútímadansverk sérstaklega skapað og aðlagað að umhverfinu á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Samið og dansað af Kama Jezierska og River Carmalt sem eru kennarar við Klassíska listdansskólann (www.ballett.is).
23:00 – 23:45
Draumar mínir. Borgarskjalasafn hefur tekið við draumum fólks frá 28. janúar sl., hvort sem það eru dagdraumar eða næturdraumar. Í lok Safnanætur fer safnið á rólegu nóturnar og lesnir verða nokkrir valdir draumar fólks áður en horfið er heim á leið. Ljúf stund saman.
Borgarskjalasafn er í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð
Aðgangur að öllum atriðunum er ókeypis og öllum heimill, nema draumaráðningar hjá reikimeistara kosta kr. 500.
Frá Safnanótt á Borgarskjalasafni 2009
Mig dreymdi ... Sendu okkur draum þinn í tölvupóst á borgarskjalasafn@reykjavik.is, hámark 200 orð eða hálf síða.
Láttu nafn fylgja eða ekki. Tíu draumar verða lesnir upp á Safnanótt kl. 23.00.
Vakin er athygli á því að Héraðsskjalasafn Kópavogs í Hamraborg og Þjóðskjalasafn Íslands að Laugavegi 162 verða einnig með opið hús frá kl. 19 og dagskrá. Sjá nánar á www.safnanott.is