Borgarskjalasafn verður með opið hús kl. 19.00 til 23.59 og býður að vanda upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. Valentínusarkortagerð, kvikmyndina Magnús, sýningu um fegurðarsamkeppnir, Hafstein Helga tónlistarmann og hljómsveitina Noise.
19.00 - 23. 59
Opið hús
Borgarskjalasafn verður með opið hús á Safnanótt föstudaginn 6. febrúar 2015 kl. 19.00 til 23.59. Boðið verður upp á sýningu á skjölum, að föndra eigin Valentínusarkort, tónlistaratriði, kvikmyndasýningu og fleira.
19.00 - 23. 59
Fegurð
Sýning um fegurðarsamkeppnir og umfjöllun um þær. Jafnframt eru birtar á Facebook Borgarskjalasafns ljósmyndir frá fegurðarsamkeppnum þar sem óskað er eftir aðstoð við að greina keppendur og aðra á myndunum.
19:00 – 21.00
Ástin í fyrirrúmi – gerðu Valentínusarkort
Borgarskjalasafn býður fólki að koma og gera Valentínusarkort eins og sköpunargleðin blæs þeim í brjóst, en Valentínusardagur er 14. febrúar. Leiðbeinandi í kortagerð er Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður og safnið býður upp á föndurefni.
19.30 – 21.30
„Allt sem við týnum er á vísum stað“ – Kvikmyndin Magnús
Borgarskjalasafn Reykjavíkur sýnir kvikmyndina Magnús frá árinu 1989 með leyfi Þráins Bertelssonar. Magnús vakti mikla athygli á sínum tíma og var hluti myndarinnar tekinn upp í þáverandi skjalageymslum safnsins. Magnús er lögfræðingur sem kippir sér ekki upp við að láta bera út ekkju og munaðarleysingja, en honum bregður í brún þegar hann fær skyndilega að vita að hann sé haldinn alvarlegum sjúkdómi.
21.00 – 21.30
Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Helgi
Hafsteinn Helgi spilar melódískt popp / rokk með sálarívafi.
Hafsteinn vinnur nú að gerð sinnar fyrstu plötu en upptökur og hljóðblöndun fara fram í stúdíóinu Hljóðverk.
www.facebook.com/HafsteinnHelgiMusic
22.00 – 22.40
Hljómsveitin Noise
Rokksveitin NOISE hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og hefur á þeim tíma sent frá sér þrjár plötur: ,,Pretty Ugly” (2003) ,,Wicked” (2006) og ,,DIVIDED” (2010) en sú síðasta hlaut einróma lof gagnrýnenda. Þá var eitt laga hennar ,,A Stab In The Dark” verðlaunað sem lag ársins af bandarísku útvarpsstöðinni Sunset Island Music. Sveitin hefur að mestu leikið tónlist sína erlendis undanfarin ár við góðan orðstír. NOISE eru um þessar mundir að leggja lokahönd á fjórðu plötu sína, sem verður gefin út í vor, auk þess sem sveitin vinnur að gerð órafmagnaðrar plötu, sem kemur út síðar á árinu.
facebook.com/noiseIceland