Afhendingarskyldir aðilar nota tölvupóst mikið í daglegum störfum og hefur notkun tölvupósts og afgreiðsla mála í gegnum tölvupóst aukist með aukinni notkun rafrænna samskipta. Mikilvægt er að meðferð, varðveisla og eyðing tölvupósta sé eftir ákveðnum ferlum og að tryggt sé að tölvupóstar sem varða mál sem eru til meðferðar hjá afhendingarskyldum aðilum og varða starfsemi þeirra séu skráðir og varðveittir á skipulegan hátt.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur vill vekja athygli á því að Þjóðskjalasafn Íslands hefur gert drög að reglum um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum. Reglunum er ætlað að tryggja góða og vandaða meðferð á þessari skjalategund sem tölvupóstar eru og að mikilvægar upplýsingar um athafnir afhendingarskyldra aðila varðveitist.
Nú auglýsir Þjóðskjalasafn Íslands reglurnar til umsagnar. Frestur til að skila inn umsögn við regludrögin er til og með 3. janúar 2020.
Umsagnir og fyrirspurnir skal senda á skjalavarsla@skjalasafn.is.
Drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna á vef Þjóðskjalasafns:
https://skjalasafn.is/frettir/reglur_um_medferd_vardveislu_og_eydingu_a_tolvupostum_til_umsagnar