Í vetur hefur Borgarskjalasafn Reykjavíkur áfram unnið að rannsóknum fyrir nefnd skv. lögum nr. 26/2007, þ.e. Vistheimilanefndina svokölluðu. Bára Baldursdóttir, sagnfræðingur er verkefnastjóri rannsóknanna. Hún hefur lokið rannsóknum á starfsemi vistheimilanna að Jaðri og Reykjahlíð og tekið saman gögn um mál þeirra sem vistaðir voru á þeim heimilum.
Teknar voru saman afrit skjala um almenna starfsemi umræddra stofnana og sem gætu varpað ljósi á eftirfarandi atriði:
Einnig voru leitað að skjölum sem varða málefni einstakra barna sem vistuð voru á ofangreindum stofnunum. Þá er einkum leitað að gögnum sem skýri ástæður þess að börn voru send til vistunar á heimilunum, málsmeðferð hjá barnaverndaryfirvöldum, heilsufarsupplýsingar, gögn um athuganir opinberra eftirlitsaðila, og eftir atvikum lögreglu og einnig á ábendingum eða kvörtunum varðandi meðferð einstakra barna.
Nú stendur yfir á safninu rannsóknir á starfsemi heimilisins að Silungapolli og leit að málum þeirra sem þar voru vistaðir. Talið er að hátt í eitt þúsund börn hafi verið vistuð þar og var ákveðið að vinna úrtak þeirra mála, þar sem of tímafrekt væri að leita að öllum málunum.
Íheild má segja að heimildaöflun hafi gengið vel þrátt fyrir að hún hafi verið tímafrekari og umfangsmeiri en gert var ráð fyrir, ekki síst vegna málafjölda. Upplýsingar fundust um mál flestra þeirra einstaklinga sem óskað var eftir upplýsingum um. Leit að málum náði yfir langt tímabil, þar sem skipulag barnaverndarmála, skólamála og framfærslumála var með ýmsum hætti og þar með afgreiðsla mála og vinnufyrirkomulag, sem gerði það að skjalavarsla viðkomandi aðila var mismunandi eftir tímabilum.
Tengill á skýrslu nefndinnar frá árinu 2008, um vistheimilið að Breiðavík.
Tengill á skýrslu nefndarinnar frá árinu 2009, um Kumbaravog, stúlknaheimilið Bjargi og Heyrnleysingjaskólann.
Margir einstaklingar hafa einnig leitað til safnsins varðandi að fá afrit af einstaklingsmálum sínum og afgreiðir safnið þau mál jafnt og þétt.