Húsmæðraorlof í Reykjavík á sér merka sögu. Árið 1954 hafði Ragnheiður Möller framsögu um lögfestingu orlofs húsmæðra á Norðurlöndum og lagði til að nefnd undirbyggi málið fyrir landsþing Kvenfélagasambands Íslands. Lög um orlof húsmæðra voru fyrst sett á Alþingi 7. júní 1960 en núgildandi lög voru sett 29. maí 1972.
Í tilefni af átaki félags Félags héraðsskjalavarða hefur Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík ákveðið að afhenda Borgarskjalasafni Reykjavíkur skjalasafn sitt til varðveislu og er það heilstætt og merkt safn. Það var Magnea Antonsdóttir sem afhenti Borgarskjalasafni skjölin 26. janúar 2010. Í skjalasafninu eru fundargerðabækur, bæklingar, ljósmyndir, auglýsingar og bókhaldsgögn og nær það frá árunum 1961-1998.
Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík í dag starfar á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík og er kosið í hana á árlegu þingi BKR. Sömu reglur gilda um orlofsnefnd og aðrar nefndir innan Bandalagsins. Nefndina skipa 6 konur, tilnefndar af aðildarfélögum BKR sem í dag eru 13 talsins. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og sjá um orlofsferðir húsmæðra. Hver kona má sitja í nefndinni 6 ár í senn. Nefndin stendur fyrir fjölbreyttu starfi og ferðum sem lesa má um á vef hennar.
________________________
Um orlof húsmæðra í lögum nr. 53/1972 segir meðal annars:
6. gr. Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof. Þegar valið er úr umsóknum, skulu orlofsnefndir hafa til hliðsjónar barnafjölda, aldur barna og aðrar félagslegar aðstæður kvennanna. Æskilegt er, að orlofsdvöl sé ekki skemmri en 7–10 dagar. Verði orlofsdvöl ekki við komið, er heimilt að nota orlofsfé, sem veitt er samkvæmt lögum þessum, til ferðalags fyrir húsmæður. 7. gr. Heimilt er orlofsnefndum að nota allt að 20% af framlagi …1) sveitarfélaga til þess að greiða kostnað vegna barna orlofskvenna á barnaheimili eða annars staðar, meðan á orlofsdvöl stendur. Konur, sem eiga tvö börn eða fleiri innan 7 ára aldurs, skulu að jafnaði sitja fyrir um þessar greiðslur.
Þetta er nánar skýrt út í greinargerð með frumvarpinu sem lesa má hér.
Í greinargerð kemur fram að í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 segir að
"Hverjum manni ber réttur til hvíldar og tómstunda, og telst þar til hæfileg takmörkun vinnutíma og reglubundið orlof að óskertum launum"
Þar sem sem húsmæður fá engin laun fyrir störf sín, m.a. við að ala upp næstu kynslóð, væri það verðug viðurkenning af hálfu þjóðfélagsins, að í fjárlögum væru ætlaðar a.m.k. kr. 100,00 á ári fyrir hverja húsmóður í landinu, í því skyni að gefa nokkrum hluta þeirra kost á orlofi og hvíld frá störfum.
Hjá Hagstofu Íslands fékk nefndin þessar upplýsingar um fjölda húsmæðra í landinu skv. manntalsskýrslum 1970: Giftar konur eru 38.824, konur í óvígðri sambúð eru 1.680, einstæðar mæður, sem eru kallaðar forstöðumenn heimila, svo og aðrar ekkjur, fráskildar konur og ógiftar mæður, eru ca. 9.500. Samtals eru því ca. 50 þús. konur í landinu, sem eiga rétt á að sækja um orlof húsmæðra.
Í greinargerð um 7. gr. frumvarpsins kemur fram:
Í 4. grein gildandi laga er minnzt á orlofsfé vegna barna innan 10 ára aldurs. Sú heimild hefur naumast verið notuð hingað til, vegna þess að aðstaða hefur ekki verið til að koma börnum í gæzlu, og orlof húsmæðra er ekki miðað við það, að þær hafi börn sín með sér í orlofsdvöl eða á ferðalagi.
Nú eru í 7. grein frumvarpsins eindregnari ákvæði um þetta. Þar er heimilað að nota allt að 20% af framlagi ríkisins og sveitarfélagga til þess að greiða kostnað vegna gæzlu barna, meðan á orlofi stendur.
Margar ungar mæður geta ekki notfært sér þau réttindi, sem lögin veita, enda fellur það jafnan í þeirra hlut að gæta bús og barna. Þótt faðirinn kynni að vera fús til þess að fá að taka að sér gæzlu barnanna eftir vinnutíma og á nóttunni, er óvíða rými að fá á dagheimili.
Heimildarákvæðið er til að veita þessum ungu mæðrum aðstoð.
Fyrir margar húsmæður og konur með þung heimili var húsmæðraorlofið kærkomið frí og oft eina fríið sem konur fengu. Því fylgdi gjarnan góður félagsskapur, eins og meðfylgjandi ljósmyndir sýna glöggt.
______________________________________
Skrá yfir skjöl frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni Reykjavíkur.
Skráningu er nú lokið og er aðgangur að þeim á lesstofu Borgarskjalasafns, Tryggvagötu 15 og er lesstofan opin virka daga kl. 10 til 16.
Einkaskjalasafn nr. 409
Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík
Skjalaskrá
Bréfa- og málasafn
Askja 1 Fundargerðabækur o.fl. 1961-1990.
Fundargerðabók, orlofsnefndar Bandalags kvenna í Reykjavík, 7. júní 1961 til 3. janúar 1974.
Fundargerðabók, orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík, 6. mars 1974 til 10. september 1984.
„Gerðabók fyrir Orlofsnefndir, Reykjavík, Kópavogur, Keflavík og fyrsta og annað orlofssvæði Gullbringu- og Kjósarsýslu, þegar þær koma saman á sameiginlegum fundum“, 11. nóvember 1964 til 22. mars 1968.
Orlofssjóður húsmæðra, minningarsjóður, 1962-1969.
Orlof húsmæðra í Reykjavík á Hvanneyri, nafna- og heimilisfangalisti, 9.-16. júní 1990.
Askja 2 Gestabækur o.fl. 1970-1988.
Orlofsnefnd Reykjavíkur, gestabók, 30. ágúst 1970 til 13. ágúst 1977. Orlofsnefnd Reykjavíkur, gestabók, 23. júlí 1977 til 13. ágúst 1983. Orlofsnefnd Reykjavíkur, gestabók, 2. ágúst 1980 til 23. júlí 1988. Umslag: Stimpill.
Prentað efni
Askja 3 Prentað efni 1971-1995.
Bandalag kvenna í Reykjavík, ársskýrsla, 1993-1994. Bandalag kvenna í Reykjavík, ársskýrsla, 1994-1995. Skyndihjálp, bók, 1978. Skyndihjálp, úrdráttur úr kennsluhefti, án árs. Orlofsfréttir úr Skagafirði, hefti, 1973-1977, 1979-1983, 1985-1986. Sigríður Snorradóttir, Ljóð, 1984. Ármann Dalmannsson, Vísna-Gátur, fjölrituð hefti, 1974-1977, 1979. Kristján J. Gunnarsson, Skýringar við Skólaljóð, án árs. Orlofsnefnd húsmæðra, Frost-lög, 1992. Tummakukka, söngbók Mímis,1982. Tökum lagið, vasasöngbók, 1971. Fjölrituð sönghefti og textar, án árs. Austur Skaftafellssýsla, bæklingur, án árs. Ísland, landakort, án árs. Austurleið H.F., ferðaáætlun, án árs. Sögukort Dalasýslu, án árs. Hótel Edda, auglýsingabæklingur, án árs.
Bókhald
Askja 4 Ársreikningar og bókhaldsgögn 1984-1990.
Örk 1 Ársreikningur, launaseðlar, bréf vegna styrkja o.fl., bankabók 30. október 1984 til 31. desember 1987, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1987.
Örk 2 Ársreikningur, launamiðar, innborganir, tékkhefti, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1988.
Örk 3 Bókunarbeiðnir, innborganir, sparisjóðsbók 20. júní 1989 til 14. febrúar 1990, sparisjóðsbók 22. maí 1989 til 21. júní 1989, gullbók 7. október 1988 til 31. desember 1988, tékkhefti, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1989.
Askja 5 Ársreikningar og bókhaldsgögn 1990-1993.
Örk 1 Ársreikningur, sparileið 1 frá 3. maí 1990, innborganir, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1990-1991.
Örk 2 Ársreikningur, launamiðar, sparisjóðsbók 29. apríl 1991 til 13. september 1991, sparisjóðsbók 11. september 1991 til 28. nóvember 1991, innborganir, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1991-1992.
Örk 3 Ársreikningur, innborganir, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1993. . Askja 6 Ársreikningar og bókhaldsgögn 1992-1998.
Örk 1 Ársreikningur, gullbók 13. júní 1992 til 4. janúar 1995, innborganir, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1994.
Örk 2 Innborganir, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1995.
Örk 3 Launamiði, gullbók 31. desember 1994 til 30. maí 1996, innborganir, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1996.
Örk Launamiði, innborganir, umsóknir, tékkhefti, bókhaldsútskriftir, reikningsyfirlit, reikningar o.fl., 1997-1998.
Ljósmyndir
Askja 7 Ljósmyndir 1976-2000.
Ljósmyndaalbúm: Myndir frá Laugum í Þingeyjarsýslu 1976, o.fl. án árs.
Umslag: Ljósmyndir af stjórn Orlofsnefndar, ljósmynd frá kvöldvöku á Hvanneyri í Borgarfirði árið 2000, boðskort á kvöldvöku í tilefni 25 ára afmælis laga um orlof húsmæðra 1985.
Mappa: Kvöldvökuefni úr dagblöðum.
Askja 8 Ljósmyndir 1984.
Ljósmyndaalbúm 1984.
Askja 9 Ljósmyndir, án árs.
Ljósmyndaalbúm, án árs.
Skráð í mars 2010 Gréta Björg Sörensdóttir