Ráðið hefur verið í starf verkefnastjóra skjalaskráningar á Borgarskjalasafni sem nýlega var auglýst laust til umsóknar.
Fjörtíu og sex umsóknir bárust.
Ráðin var Gyða G. M. Hlíðberg sem er að ljúka meistaragráðu í sögulegri fornleifafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð með áherslu á byggingar og stafræna meðferð gagna s.s. landsupplýsingakerfi (GIS) og þrívíddarmódelgerð. Einnig hefur Gyða reynslu af starfi verkefnastjóra, auk annarra starfa.
Verkefni Gyðu á safninu verða ráðgjöf og upplýsingagjöf við svið, skrifstofur, stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar um skjalastjórn, umsjón með söfnun, innheimtu og skráningu skjala frá framantöldum, skráning einkaskjalasafna og miðlun til almennings og stofnana borgarinnar.
Safnið býður Gyðu velkomna til starfa.