Ráðið hefur verið í starf sérfræðings í skjalastjórn á Borgarskjalasafni sem nýlega var auglýst laust til umsagnar. Sjö umsóknir bárust en ein var dregin til baka. Ráðinn var Andrés Erlingsson, sagnfræðingur og MBA, sem starfaði á árum áður á Borgarskjalasafni, meðal annars við ráðgjöf um skjalastjórn.
Andrés Erlingsson er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá sama skóla. Hann hefur mikla reynslu af vinnu við skjalastjórnun. Andrés vann hjá Borgarskjalasafni meðal annars við innleiðingu á GoPro hjá Ráðhúsi Reykjavíkur, Leikskólum Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.
Hjá Hugviti vann Andrés með ráðuneytum ríkisins við gerð hugbúnaðar tengdum vistun rafrænna skjala úr GoPro og skil þeirra til Þjóðskjalasafns ásamt ráðgjöf og gerð verkferla við rafræna skjalavistun. Andrés hefur mjög góða tölvukunnáttu og hefur í störfum sínum hjá Hugviti og Landsbanka öðlast mikla og margþætta reynslu af verkefnastjórnun.
Verkefni Andrésar verða ráðgjöf og eftirlit með skjalastjórn og skjalavörslu hjá aðilum sem eru afhendingarskyldir til Borgarskjalasafns og að leiða undirbúning að lantímavarðveislu rafrænna gagna hjá Reykjavíkurborg.