Skjalasöfnin eru minni þjóða. Það sem þau varðveita er geymt um alla framtíð og með því að hlúa vel að þeim erum við um leið að tryggja varðveislu sögunnar. Hið gríðarmikla gagnamagn sem geymt er í skjalasöfnunum er þó flestum hulið og í dag birta íslensku skjalasöfnin dálítið sýnishorn af safnkostinum. Það verður vonandi til þess að auka þekkingu almennings á því hvers konar gögn eru geymd á skjalasöfnum.
Skjalasöfnin á Norðurlöndum sameinast um að kynna starfsemi sína á Norræna skjaladaginn 9. nóvember næstkomandi. Dagurinn er kynntur undir yfirskriftinni „Geymt en ekki gleymt“ og má því segja að umfjöllunarefni skjalasafnanna geti verið æði fjölbreytt.
Meðal efnis eru skjöl frá Borgarskjalasafni sem varpa fróðlegu ljósi á hversu fjölbreytt gögn eru geymd á safninu og hversu mikilvægt það er að sagan sé geymd og gerð aðgengileg fyrir komandi kynslóðir.
Smella hér