Námskeið í skjalavörslu

Skv. könnun sem Borgarskjalasafn gerði á síðasta ári meðal afhendingarskyldra aðila er mikill áhugi á fræðslu um skjalastjórn og skjalavörslu.

Til að bregðast við því býður Borgarskjalasafn  aðilum sem eru afhendingarskyldir til safnsins upp á tvö  örnámskeið í skjalavörslu á næstu tveimur vikum, þar sem áherslan er á ákveðin viðfangsefni sem starfsmenn safnsins fá oft spurningar um. 

Skráning fer fram í gegnum netfang safnsins: 

borgarskjalasafn@reykjavik.is

Geta þarf upp fullt nafn, netfang og starfsstöð og á hvort námskeiðið viðkomandi vilji skrá sig.

Ekkert skráningargjald er á þessi tvö námskeið. Hámarksfjöldi er á bæði námskeiðin og því borgar að skrá sig sem fyrst.

Leiðbeinendur: Andrés Erlingsson og Svanhildur Bogadóttir, Borgarskjalasafni Reykjavíkur

Staðsetning: Fundarsalur Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 3. hæð

Dagsetning:   21. nóv.2018 kl. 09.00-10.00

Á námskeiðinu er farið yfir helstu lög og reglur sem gilda um frágang og afhendingu skjala á pappírsformi, hvaða upplýsingar þurfa að fylgja beiðni um afhendingu og hvernig sótt er um hana. Farið verður yfir:

Leiðbeinendur: Svanhildur Bogadóttir og Andrés Erlingsson, Borgarskjalasafni Reykjavíkur

Staðsetning: Fundarsalur Borgarskjalasafns, Tryggvagötu 15, 3. hæð

Dagsetning: 28. nóv. 2018 kl. 11.00-12.00

Lýsing

Á námskeiðinu er farið yfir helstu lög og reglur sem gilda um grisjun, hverju má eyða, hverjar eru heimildir til grisjunar og hvernig sótt er um grisjunarheimildir. Farið verður yfir ferlið við skráningu á skjölum sem grisjuð eru skv. reglum um grisjun í skjalasöfnum sveitarfélaga, eyðublöð sem skal nota og spurningum svarað varðandi: