Má bjóða þér...?

Í tilefni af Norrænum skjaladegi 2016 efnir Borgarskjalasafn Reykjavíkur til sýningar á prentuðu efni frá ýmsum tíma. Sýningin er í stigagangi á 3. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15 og opin daglega til og með 25. nóvember næstkomandi.

Á sýningunni má sjá mismunandi matseðla  sem einstaklingar og félagssamtök bjóða gestum sínum upp á og spanna árin frá fimmtugsafmælisfagnaði Einars Benediktssonar árið 1914 og til hátíðarmatseðils frá Broadway 2003. Einn matseðillinn er bæði á ensku og rússnesku. Með matnum mátti drekka Polar Beer frá Agli Skallagrímssyni eins og sjá má á flöskumiðanum. Þar er einnig kort frá American Style, sem sýnir nútímann.

Þá eru sýndir vel hannaðir og fallegir bæklingar um mat og drykk með hina þjóðlegu mysu, ost, Hollt og gott fyrir börnin, hátíðarborð í mat og kökum, ís á marga vegu, smurt brauð að hætti Jómfrúarinnar og  vel  gerðar auglýsingar frá Nóatúni og Café París. Með þessu öllu má drekka Sanitas gos.

Í bökunarhorninu er þekkti Royal uppskriftabæklinginn og auglýsingapési frá verslunni Von sem býður allt til bökunar og uppskriftir

Opnunartími sýningar:

Mánudaga- föstudaga kl. 10:00 -18:00

Helgar kl. 13-17:00

Viðburðurinn er á Facebook til áminningar. 

Aðgangur ókeypis. 

Borgarskjalasafn tekur þátt í sérstökum vef í tilefni af Norrænum skjaladegi www.skjaladagur.is.

Safnið er þar með tvö innlegg:

Specier og smörrebröd

Búddingspúlver, Húsblas, Makaróní