Borgarskjalasafn ásamt fleiri aðilum stendur fyrir málþingi þriðjudaginn 11. maí nk. næsta um rekjanleika og gegnsæi í stjórnsýslu og rekstri fyrirtækja í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Málþingið verður í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 11. maí 2010 frá 9:00-12:00 og er í boði Gagnavörslunnar, Háskóla Íslands, Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Félags um skjalastjórn.
Setning Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor við bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands
Skýrslan og skjölin Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður
Stjórnsýslan Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Hvað, hvernig, hvenær og hver Gunnhildur Manfreðsdóttir (M.lib) og Inga Dís Karlsdóttir ráðgjafar Gagnavörslunnar
Leysir hugbúnaðurinn vandann ? Jónas Sigurðsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Gagnavörslunnar
Eftir höfðinu dansa limirnir: Áhersla á mikilvægi þátttöku stjórnenda Guðmundur Ö. Gunnarsson, forstjóri VÍS
Fundarstjóri: Sólveig Magnúsdóttir formaður Félags um skjalastjórn
Hægt er að melda sig á málþingið á Facebook-síðu atburðarins eða mæta á staðinn.
Og hér getið þið tengst Borgarskjalasafninu á Facebook.
Allir velkomnir - ókeypis inngangur. Sjáumst á málþinginu!