Í gærkvöldi 19. mars 2013 lagði mennta- og menningarmálaráðherra fram á Alþingi frumvarp um opinber skjalasöfn. Frumvarpið tekur til starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands og þeirra tuttugu héraðsskjalsafna sem starfa á landinu. Hægt er að fylgjast með ferli málsins á heimasíðu Alþingis.
Frumvarpið sem hefur verið í vinnslu frá 2008 mun hafa í för með sér miklar breytingar á starfsumhverfi skjalasafna ef það verður að lögum.
Helstu breytingar núgildandi lögum um Þjóðskjalasafn Íslands eru:
Eins og áður kom fram verða ítarlegri ákvæði um stofnun og rekstur héraðsskjalasafna og einnig aukið eftirlit með starfsemi þeirra. Meðal annars kemur fram:
Þjóðskjalasafn Íslands hefur eftirlit með að héraðsskjalasöfn starfi í samræmi við lög. Rekstraraðilar héraðsskjalasafns skulu árlega skila Þjóðskjalasafni skýrslu um starfsemina og láta því í té aðrar þær upplýsingar og skriflegar skýringar sem óskað er eftir og þörf er á vegna eftirlits með því að skilyrði rekstrarleyfis séu uppfyllt. Lögbundin þagnarskylda stendur ekki í vegi slíkrar upplýsingagjafar.
Ef ástæða er til skal Þjóðskjalasafni Íslands heimill aðgangur að starfsstöðvum héraðsskjalasafna til athugana í þágu eftirlits samkvæmt lögum þessum. Skulu starfsmenn héraðsskjalasafna láta safninu í té nauðsynlega aðstoð af því tilefni ef óskað er.
Ekki hefur verið tilkynnt hvenær ráðherra muni tala fyrir frumvarpinu.