Jólatré á Austurvelli 1946-1952.

Í aðdraganda jólanna mun Borgarskjalasafn Reykjavíkur birta skjöl úr safnkosti sínum sem snúa öll á einn eða annan hátt að jólahefðum og jólaundirbúningi Reykvíkinga á árum áður. Þessar litlu „jólagreinar“ munu birtast á vefsíðu Borgarskjalasafns hvern mánudag eftir aðventu.

 

Rík hefð hefur verið fyrir því hjá Reykvíkingum að safnast saman á Austurvelli við upphaf aðventunnar og fylgjast með því þegar ljósin eru tendruð á jólatrénu sem þar stendur. Fyrir mörg er það ómissinadi hluti og upphaf að aðventunni. Hér sýnum við brot af skjölum sem finna má í málasafni Borgarstjóra sem varðveitt er á Borgarskjalasafni Reykjavíkur og snúa að þeim jólatrjám sem hafa verið gefin Reykvíkingum um miðja síðustu öld og meðal annars fyrsta Oslóartréð.

 

 

 

 

Árið 1946 tók Jakob Sigurðsson, kaupmaður í Kaupmannahöfn, á það ráð að gefa Reykjavík og bæjarbúum þess jólatré að jólagjöf sem hann lagði til að reist yrði á Austurvelli. Hugmyndina fékk hann eftir að hafa staðið á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn þar sem slíkt tré var reist. Dagblaðarskrif sína að uppsetning jólatrjáa á Austurvelli ná allt aftur til ársins 1928 þegar Hjálpræðisherinn reisti eitt slíkt.

Í desember árið 1951 leit út fyrir að Austurvöllur yrði án jólatrés þau jólin þar sem upp komst um gin- og klaufaveiki í villidýrum danskra skóga. Af þeim völdum fór svo að jólatrjáa farmur sem um borð var í Gullfossi á leið til landsins var hvolft í sjóinn. Skógræktarfélag Ríkisins brá þá á það ráð að höggva niður rauðgreni úr Hallormsstaðaskógi og flytja til Reykjavíkur. 

 

Það hefur verið ómissandi hluti hjá mörgum á aðventunni að fylgjast með þegar Oslóartréð er tendrað á Austurvelli. Fyrsta Oslóartréð var sent til Reykjavíkurborgar árið 1952 sem vinarvottur milli þessara tveggja borga. Það var þó ekki í fyrsta skipti sem borgin fékk jólatré að gjöf frá Noregi en norsk-íslenska sambandið hafði nokkur ár á undan gefið Reykvíkingum jólatré til að reisa á Austurvelli. Sendiherra Noregs Torgeir Anderssen-Ryst stóð fyrir gjafagjörningnum, jólatré með skrauti. Það stóð tæpt á  að jólatréð yrði reist fyrir jól vegna verkfalla í bænum - en það náðist þó áður en jólin voru hringd inn.