Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur stendur nú yfir sýning á jólakortum og fleiru úr safneign Borgarskjalasafns sem tengist jólahaldi.
Í sýningarrými safnsins á 3. hæð eru jólakort úr safni Margrétar Ríkharðsdóttur og Úlfars Haraldssonar frá árunum 1965-1978.
Á 3. hæð í stigagangi eru jólakort úr safni Sveinbjörns Jónssonar frá árunum 1926-1950 og úr safni Sigurborgar Hjaltadóttur frá árunum 2001-201 en í þeim mætast nýi og gamli tíminn.
Sýningin er í stigagangi Grófarhúss og í afgreiðslu á 3. hæð og er opin á virkum dögum til og með 6. janúar nk.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.