Á aðventunni og fram yfir hátíðarnar stendur yfir sýning á skjölum í varðveislu Borgarskjalasafns Reykjavíkur sem snúa að jólahaldi. Sýningin er einkum byggð á skjölum úr einkaskjalasöfnum Reykvíkinga og málasafni borgarstjóra.
Á sýningunni má til dæmis finna uppskriftir, dagbókarskrif, sendibréf og ljósmyndir sem snúa á einn eða annan hátt að aðventunni og jólaundirbúningi á árum áður.
Sýningin er á 3. og 4. hæð á Tryggvagötu 15 – Grófarhúsi í stigagangi og lesstofu safnsins, sem opin er alla virka daga frá 13:00 – 16:00.
Gleðileg jól!