Norræni skjaladagurinn er að þessu sinni laugardaginn 10. nóvember og er þema hans Íþrótta- og æskulýðsstarf á 20. öld. Borgarskjalasafn Reykjavíkur mun fagna deginum með sýningunni „Hve glöð er vor æska“ sem opnar föstudaginn 9. nóvember.
Þar eru til sýnis skjöl frá Tónabæ og vélhjólaklúbbnum Eldingu, skjöl tengd sundiðkun, Laugardalsvelli, smíðavöllum og ýmis gögn og munir úr skjalasafni Knattspyrnufélagsins Víkings.
Sýningin er í stigagangi Grófarhúss, Tryggvagötu 15, og er opin mánudaga – föstudaga k l. 10-18 og um helgar kl. 13-17.
Sýningin mun standa út nóvember og er aðgangur ókeypi