Bjarni Benediktsson hefði í dag, 30. apríl orðið 102 ára gamall og fögnuðum við því hér á Borgarskjalasafninu með kaffi, kökum og góðum samræðum. Unnið hefur verið hörðum höndum að koma skjalasafninu hans á vefinn en enn er mikið verk fyrir höndum.
Sonur Bjarna, Björn fyrrv. ráðherra er að vinna með okkur og skrifar sögu Bjarna sem birtist undir Æviferill. Þar er farið aðeins dýpra í persónuna sem Bjarni var og skemmtilegt að lesa það sem Björn er nú þegar búinn að skrifa og að sjálfsögðu verður sagan tengd inn í skjalaskránna eins og hægt er.
Skjalaskráin sjálf er svo birt í heild sinni og er takmarkið að setja sem mest af þessum skjölum á netið, bæði sem myndasýningu og á pdf skjölum svo hægt sé að prenta það út með góðu móti.
Vefurinn er í vinnslu og alltaf erum við að skanna inn ný en gömul skjöl frá Bjarna Benediktssyni afmælisbarni dagsins.