Í dag kom Ástríður Ólafsdóttir færandi hendi á Borgarskjalasafn með einkaskjalasöfn tveggja aðila. Hún afhenti til varðveislu fundargerðarbók húsfélagsins að Birkimel 6, 6a og 6b og fleiri skjöl þess. Þau ná frá árinu 1950 til 1990.
Þá afhendi Ástríður heimilisdagbók móður sinnar sem nær frá árinu 1967. Móðir hennar var Guðjóna F. Eyjólfsdóttir, húsmóðir, Stórholti 19, Reykjavík. Eiginmaður Guðjónu var Ólafur Þórðarson, húsgagnabólstrari.
Áður hafði Ástríður fært Borgarskjalasafni til varðveislu skjalasafn föðurs síns, Ólafs Þórðarsonar og má sjá skrá yfir skjölin hér.
Heimilisdagbókina prýða fjölda auglýsinga sem skemmtilegt er að skoða í dag. Guðjóna færir inn dagleg innkaup heimilisins. Þar má til dæmis lesa að laugardaginn. 11. febrúar 1967 kaup hún kjöt fyrir 90 kr., nýlenduvörur fyrir 193 kr. og varalit fyrir 60 kr. Á sunnudeginum kaupir hún mjólk fyrir 13 kr. og á mánudeginum kaupir hún fisk fyrir 25 kr., mjólk fyrir 26 kr. og nýlenduvörur fyrir 34 kr. Þá kaupir hún slopp fyrir 338 krónur.
Heimildir eins og Ástríður færði Borgarskjalasafni í dag eru ómetanlegar til að skrá daglegt líf fólks í borginni og færir safnið henni bestu þakkir fyrir.
SB