Jólakortavefur Borgarskjalasafns er aftur kominn í loftið og er hann jafn vinsæll og áður. Hægt er að velja úr fjölda korta og senda kveðjur á 33 tungumálum. Vefurinn er einfaldur og þægilegur í notkun, bæði fyrir sendanda og móttakanda.
Jólakortin á vefnum eru krúttleg og gamaldags, flest frá fyrri hluta 20. aldar og hægt að senda með jólakveðju á 33 tungumálum.
Kortin eru úr stóru póstkortasafni Sveinbjörns Jónssonar sem Kristín S. Árnadóttir afhenti safninu vorið 2004 og spannar kortasafnið alla 20. öldina.
Smelltu hér til þess að senda jólakort
Tilvalið er að senda vinum og vandamönnum á Íslandi og um allan heim gömul íslensk jólakort í tölvupósti.