Á menningarnótt laugardaginn 22. ágúst 2009 var Borgarskjalasafn með opið hús kl. 15 - 21 þar sem hægt var að fræðast um safnið, skoða sýninguna ,,Rammíslenskur heimsborgari”, fá sér kaffisopa eða taka þátt í getraun. Börnin gátu litað og lesið Andrésblöð og fengið helíum blöðru með sér heim. Leiðsögn var um sýninguna kl. 16 og 17.
Jöfn og góð aðsókn var allan tímann á Borgarskjalasafn og komu 466 gestir þessar sex klukkustundir. Það er meira en helmings aukning frá síðasta ári, þegar ríflega 200 gestir sóttu safnið heim.
Mestur var áhuginn á að skoða sýninguna "Rammíslenskur heimsborgari" sem lýsir í máli, myndum, skjölum og bókum lífi, námi og starfi Þórðar Björnssonar, fyrrum bæjarfulltrúa í Reykjavík og ríkissamsóknara. Þrátt fyrir að sýningin lýsi lífi eins ákveðins manns, hefur hún mikla samsvörun um líf fólks á fyrri hluta 20. aldar.
Á meðan foreldrar skoðuðu sýninguna, fræddust um safnið og drukku kaffisopa, var vinsælt hjá börnunum að geta sest niður í litakrók safnsins á lesstofu og myndaðist þar skemmtileg stemmning.
Myndir frá menningarnótt á Borgarskjalasafni eru á Facebook síðu safnsins, sjá hér