Gleðilegt sumar!

Forsíða Barnadagsblaðsins 1. sumardag 1956. Úr einkaskjalasafni E-34 Barnavinafélagið Sumargjöf.
Forsíða Barnadagsblaðsins 1. sumardag 1956. Úr einkaskjalasafni E-34 Barnavinafélagið Sumargjöf.

 

Starfsfólk Borgarskjalasafns óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn sem senn er að líða.

Í tilefni dagsins tókum við til nokkrar skjalaskrár skjalasafna sem minna okkur á sumrið (Ýtið á nöfnin til þess að skoða skjalaskránna).

Barnavinafélagið Sumargjöf: Var stofnað sumarið 1924 en „tilgangur félagsins er að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði og þroska barna í Reykjavík og vernda þau fyrir óhollum áhrifum“. Þau hófu útgáfu Barnadagsblaðsins, sem kom út sumardaginn fyrsta ár hvert, árið 1939. Þau stóðu einnig fyrir veglegum skemmtunum fyrir börn á Sumardaginn fyrsta. 

ÍTR - Smíðavellir: Það eru án efa margir kofarnir sem hafa risið á sumrin í hverfum Reykjavíkurborgar. ÍTR tók við rekstri smíðavella árið 1995. 

Garðyrkjudeild: Í skjalasafni garðyrkjudeildar Reykjavíkur má meðal annars finna skjöl sem snúa að skólagörðum, vinnuskóla Reykjavíkur, ræktun í matjurtargörðum og ýmis önnur skjöl sem tengjast viðhaldi skrúðgarða Reykjavíkur, útivistarsvæðum og svo mætti lengi telja.