Í tilefni af Safnanótt mun Borgarskjalasafn standa fyrir glæsilegri dagskrá þar ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt gefur að líta. Boðið verður upp á fyrirlestra og tónlistaratriði, auk þess sem skjölum verður varpað á glugga og gestum gefinn kostur á að skoða áhugaverða sýningu í afgreiðslu safnsins.