Fyrstu sex mánuðir ársins á Borgarskjalasafni Reykjavíkur

Fyrstu sex mánuðir ársins hafa verið líflegir á Borgarskjalasafni og næg verkefni, enda hefur ekki verið ráðið í þau störf sem hafa losnað frá árinu 2008. Nú eru sex fastir starfsmenn að störfum á Borgarskjalasafni, einn starfsmaður í vistheimilarannsóknum og öðrum verkefnum sem er tímabundið ráðinn og loks þrír átaksstarfsmenn en tveir þeirra hætta á næstu vikum.

Á lesstofu safnsins hafa komið 622 gestir að leita sér upplýsinga og lesa skjöl og þar af voru 171 kona og 451 karl. Mikil aukning er í fyrirspurnum sem berast í tölvupósti en alls voru 355 fyrirspurnir sem bárust í tölvupóst eða símleiðis. Samtals voru almennar fyrirspurnir því 977 talsins.

Einnig hafa borist fjölmargar sérhæfðar fyrirspurnir sem eru ekki inni í þessum tölum. Þar eru einkum um að ræða fyrirspurnir varðandi vistheimilamál eða barnaverndarmál og hefur þeim fjölgað eftir að sett voru lög um sanngirnisbætur nr. 47/2010. Alls hafa verið afgreiddar 34 slíkar fyrirspurnir á árinu en 18 bíða nú afgreiðslu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa tveir starfsmenn verið nær eingöngu að vinna að slíkum fyrirspurnum. Á fyrri hluta ársins lauk Borgarskjalasafnið umfangsmiklum rannsóknum sínum fyrir Vistheimilanefndina svokölluðu skv. lögum nr. 26/2007 og voru þá til athugunar vistheimilin Jaðri, Silungapolli og Reykjahlíð en þau voru öll rekin af Reykjavíkurborg. Skýrsla nefndarinnar um starfsemi þeirra er væntanleg í ágústlok.

Góð aðsókn var að safninu á safnanótt en þá komu hátt í eitt þúsund gestir. Einnig hafa nokkrir hópar heimsótt safnið heim á árinu. Samtals hafa því komið 2059 gestir eða fyrirspurnir á safnið fyrstu sex mánuði ársins og eru þá ótaldar fyrirspurnir einstaklinga um barnaverndar- eða vistheimilamál. Nú eru starfsmenn í óða önn að undirbúa dagskrá fyrir menningarnótt en hún verður haldin laugardaginn 21. ágúst nk.

Safnið tekur nú þátt í átaki héraðsskjalasafna í söfnun skjala sóknarnefnda í samstarfi við biskup Íslands en á síðasta ári voru söfnin í átaki að safna skjölum kvenfélaga í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands. Héraðsskjalasöfnin stofunuðu Félag héraðsskjalavarða á síðasta ári og er samstarf og samráð héraðsskjalasafna mun meira en áður og fer það einkum fram með símafundum og tölvupóstum. Í júní var fyrsta málþingi héraðsskjalavarða og fjallaði það um skjalavörslu leik- og grunnskóla. Málþingið var haldið á Selfossi í húsakynnum Háskólafélags Suðurlands. Í sparnaðarskyni var það haldið í gegnum fjarfundarbúnað og sóttu 14 héraðsskjalaverðir þingið auk annarra starfsmanna héraðsskjalasafnanna.

Fyrstu sex mánuði ársins 2010 bárust 35 skjalaafhendingar til Borgarskjalasafns. Meðal þeirra eru:

Þá var þann 15. febrúar sl. tekið formlega við skjalasafni Nýlistasafns Íslands til varðveislu en það er einkar heillegt og kom það að mestu skráð og frágengið til safnsins. Borgarskjalasafn hefur átt gott samstarf við framkvæmdastjóra, safnstjóra og stjórn Nýlistasafnsins við undirbúning þessa verkefnis. Um er að ræða um 12 hillumetra af skjölum og nær það allt frá stofnun safnsins árið 1978 til ársins 2007. Í safninu er meðal annars bréfasafn, dagbækur, sýningargögn, fundargerðir stjórnar og aðrar fundargerðir, sýningaumsóknir, samningar við sýnendur, gögn um fjáröflun safnsins og önnur stjórnunargögn.

Ný handbók um skjalavörslu sveitarfélaga er væntanleg síðar á árinu og var hún til yfirlestrar hjá héraðsskjalavörðum í febrúar. Þjóðskjalasafnið hefur sett nýjar reglur um heimild til grisjunar skjala í sveitarfélögum og verða þær kynntar borgarstofnunum í haust. Þá verða námskeið fyrir borgarstofnanir á vegum Borgarskjalasafns þegar handbók kemur úr prentun. Áhersla í ráðgjöf um skjalastjórn verður á grunn- og leikskóla borgarinnar á haustmánuðum.

Hér má sjá skrá yfir starfsmenn safnsins 1. júlí.

Unnið er að því að setja skjalaskrár Borgarskjalasafns inn á vef safnsins. Hér má sjá skrá yfir einkaskjalasöfn frá einstaklingum. Þá er unnið að því að bæta vef um Bjarna Benediktsson fv. borgarstjóra og forsætisráðherra og setja inn á vefinn skönnuð skjöl. Hér er til dæmis skrá yfir skjöl frá æskuárum hans og er blár hlekkur á þau skjöl sem hafa verið skönnuð.

Vefir Borgarskjalasafns eru eftirfarandi:

www.borgarskjalasafn.is

www.olafurthors.is

www.bjarnibenediktsson.is

Á vef héraðsskjalavarða er mikill fróðleikur um skjalamál og fréttir af söfnunum.Slóðin er:

www.heradsskjalasafn.is

Reykjavík, 8. júlí 2010

Svanhildur Bogadóttir

Fyrstu sex mánuðir ársins hafa verið líflegir á Borgarskjalasafni og næg verkefni, enda hefur ekki verið ráðið í þau störf sem hafa losnað frá árinu 2008. Nú eru sex fastir starfsmenn að störfum á Borgarskjalasafni, einn starfsmaður í vistheimilarannsóknum og öðrum verkefnum sem er tímabundið ráðinn og loks þrír átaksstarfsmenn en tveir þeirra hætta á næstu vikum.

Á lesstofu safnsins hafa komið 622 gestir að leita sér upplýsinga og lesa skjöl og þar af voru 171 kona og 451 karl. Mikil aukning er í fyrirspurnum sem berast í tölvupósti en alls voru 355 fyrirspurnir sem bárust í tölvupóst eða símleiðis. Samtals voru almennar fyrirspurnir því 977 talsins.

Einnig hafa borist fjölmargar sérhæfðar fyrirspurnir sem eru ekki inni í þessum tölum. Þar eru einkum um að ræða fyrirspurnir varðandi vistheimilamál eða barnaverndarmál og hefur þeim fjölgað eftir að sett voru lög um sanngirnisbætur nr. 47/2010. Alls hafa verið afgreiddar 34 slíkar fyrirspurnir á árinu en 18 bíða nú afgreiðslu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa tveir starfsmenn verið nær eingöngu að vinna að slíkum fyrirspurnum. Á fyrri hluta ársins lauk Borgarskjalasafnið umfangsmiklum rannsóknum sínum fyrir Vistheimilanefndina svokölluðu skv. lögum nr. 26/2007 og voru þá til athugunar vistheimilin Jaðri, Silungapolli og Reykjahlíð en þau voru öll rekin af Reykjavíkurborg. Skýrsla nefndarinnar um starfsemi þeirra er væntanleg í ágústlok.

Góð aðsókn var að safninu á safnanótt en þá komu hátt í eitt þúsund gestir. Einnig hafa nokkrir hópar heimsótt safnið heim á árinu. Samtals hafa því komið 2059 gestir eða fyrirspurnir á safnið fyrstu sex mánuði ársins og eru þá ótaldar fyrirspurnir einstaklinga um barnaverndar- eða vistheimilamál. Nú eru starfsmenn í óða önn að undirbúa dagskrá fyrir menningarnótt en hún verður haldin laugardaginn 21. ágúst nk.

Safnið tekur nú þátt í átaki héraðsskjalasafna í söfnun skjala sóknarnefnda í samstarfi við biskup Íslands en á síðasta ári voru söfnin í átaki að safna skjölum kvenfélaga í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands. Héraðsskjalasöfnin stofunuðu Félag héraðsskjalavarða á síðasta ári og er samstarf og samráð héraðsskjalasafna mun meira en áður og fer það einkum fram með símafundum og tölvupóstum. Í júní var fyrsta málþingi héraðsskjalavarða og fjallaði það um skjalavörslu leik- og grunnskóla. Málþingið var haldið á Selfossi í húsakynnum Háskólafélags Suðurlands. Í sparnaðarskyni var það haldið í gegnum fjarfundarbúnað og sóttu 14 héraðsskjalaverðir þingið auk annarra starfsmanna héraðsskjalasafnanna.

Fyrstu sex mánuði ársins 2010 bárust 35 skjalaafhendingar til Borgarskjalasafns. Meðal þeirra eru:

Þá var þann 15. febrúar sl. tekið formlega við skjalasafni Nýlistasafns Íslands til varðveislu en það er einkar heillegt og kom það að mestu skráð og frágengið til safnsins. Borgarskjalasafn hefur átt gott samstarf við framkvæmdastjóra, safnstjóra og stjórn Nýlistasafnsins við undirbúning þessa verkefnis. Um er að ræða um 12 hillumetra af skjölum og nær það allt frá stofnun safnsins árið 1978 til ársins 2007. Í safninu er meðal annars bréfasafn, dagbækur, sýningargögn, fundargerðir stjórnar og aðrar fundargerðir, sýningaumsóknir, samningar við sýnendur, gögn um fjáröflun safnsins og önnur stjórnunargögn.

Ný handbók um skjalavörslu sveitarfélaga er væntanleg síðar á árinu og var hún til yfirlestrar hjá héraðsskjalavörðum í febrúar. Þjóðskjalasafnið hefur sett nýjar reglur um heimild til grisjunar skjala í sveitarfélögum og verða þær kynntar borgarstofnunum í haust. Þá verða námskeið fyrir borgarstofnanir á vegum Borgarskjalasafns þegar handbók kemur úr prentun. Áhersla í ráðgjöf um skjalastjórn verður á grunn- og leikskóla borgarinnar á haustmánuðum.

Hér má sjá skrá yfir starfsmenn safnsins 1. júlí.

Unnið er að því að setja skjalaskrár Borgarskjalasafns inn á vef safnsins. Hér má sjá skrá yfir einkaskjalasöfn frá einstaklingum. Þá er unnið að því að bæta vef um Bjarna Benediktsson fv. borgarstjóra og forsætisráðherra og setja inn á vefinn skönnuð skjöl. Hér er til dæmis skrá yfir skjöl frá æskuárum hans og er blár hlekkur á þau skjöl sem hafa verið skönnuð.

Vefir Borgarskjalasafns eru eftirfarandi:

www.borgarskjalasafn.is

www.olafurthors.is

www.bjarnibenediktsson.is

Á vef héraðsskjalavarða er mikill fróðleikur um skjalamál og fréttir af söfnunum.Slóðin er:

www.heradsskjalasafn.is

Reykjavík, 8. júlí 2010

Svanhildur Bogadóttir