Mennta- og menningarmálaráðherra lagði fram á Alþingi í síðustu viku frumvarp til laga um opinber skjalasöfn. Þetta er sama frumvarp og fyrri ráðherra lagði fram á liðnu þingi. Frumvarpið má nálgast hér.
Frumvarpið tekur til opinberra skjalasafna, þ.e. Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafn en Borgarskjalasafn er eitt af héraðsskjalasöfnum landsins. Þá tekur það til skjalastjórnar opinberra aðila, skil á skjölum og aðgangi að skjölum eldri en 30 ára.
Helstu nýmæli frumvarpsins verða kynnt hér þegar mennta- og menningarmálaráðherra hefur talað fyrir því á þingi í byrjun komandi árs.