Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur að eigin frumkvæði gert athugun á skjalavörslu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100.
Skýrsla um athugunina var kynnt í borgarráði fyrr í dag.
Tilefni athugunar safnsins voru þær athugasemdir sem gerðar voru við skjalavörslu SEA í tengslum við verkefnið í skýrslu Innri endurskoðunar en samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn fer Borgarskjalasafn með eftirlit með skjalavörslu hjá Reykjavíkurborgar.
Markmið skýrslunnar er að lýsa skjalavörslu SEA og gera tillögur til úrbóta þar sem við á. Tekið skal fram að ekki er fjallað um aðkomu eða ábyrgð einstaklinga á skjalavörslu SEA.
Það er niðurstaða Borgarskjalasafns að skjalavarsla og skjalastjórn SEA í tengslum við Nauthólsveg 100 hafi ekki samræmst lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og reglur settar á grundvelli þeirra.
Skýrslu Borgarskjalasafns má finna hér.
Svar sviðsstjóra Þjónustu og nýsköpunarsviðs við fyrirspyrn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skýrsluna má finna hér.
Frumkvæðisathugun á skjalastjórn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar í tengslum við Nauthólsveg 100.
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skýrslu borgarskjalavarðar varðandi hvernig Reykjavíkurborg skal skila gögnum og skýrslum til embættisins.