Borgarskjalasafn Reykjavíkur tók þátt í Norrænum skjaladegi 2012, með framlagi á vef Skjaladagsins og sömuleiðis með sýningu í húsakynnum sínum í Tryggvagötu 15, þar sem þema dagsins ,,Hve glöð er vor æska" var í fyrirrúmi.
Hér fyrir neðan eru tenglar á fimm skjalasýningar Borgarskjalasafns, sem fjalla um allt frá gæsluvöllum til vélhjólaklúbba, sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur gerði í tilefni Skjaladagsins 2012.
Þeyst um á skellihnöðrum
Heimildir um töp og glæstra sigra, dugnað og elju
Leikvellir og gæsluvellir í Reykjavík
Hve glöð er vor æska
Íþróttaleikvangur Reykjavíkur í Laugardal - Saga framkvæmdanna
Enn er hægt að skoða sýningunna „Hve glöð er vor æska“ en þar eru til sýnis skjöl frá Tónabæ, Laugardalsvelli, skjöl tengd sundiðkun, smíðavöllum og ýmis gögn og munir úr skjalasafni Knattspyrnufélagsins Víkings og er aðgangur ókeypis.
Sýningin er í stigagangi Grófarhúss, Tryggvagötu 15, og er opin mánudaga – föstudaga k l. 10-18 og um helgar kl. 13-17.
Efni frá fyrri skjaladögum má sjá hér.