Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður með fjölbreytta dagskrá á safnanótt föstudagskvöldið 2. febrúar 2018 og verður safnið opið kl. 18.00 til 23.00. Borgarskjalasafn tekur í fyrsta sinn þátt í sameiginlegri dagskrá með Borgarbókasafni og Ljósmyndasafni kl. 18-21 sem sérstaklega er ætluð huguðum krökkum á öllum aldri.
Tímasetningar geta færst til.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Sérstakur Safnanæturstrætó gengur milli safnanna og er ókeypis í hann. Hér er leiðakerfi hans og áætlun.