Borgarskjalasafn verður að vanda með fjölbreytta dagskrá á safnanótt frá kl. 19.00 til 23.59.
19.00-23.59 Opið hús. Skjalasýningar, fyrirlestrar um heimildir á vefnum, Gerður Kristný með fyrirlestur, skrautskrift, hljómsveitin Mandólín, getraun, heitt kaffi í könnunni hluta kvölds og fleira.
19.00-23.59 Skjalasýningar. Sýnd tvö einkaskjalasöfn sem nýlega bárust.
19.00- 19.00 Eldliljurnar, félag eiginkvenna brunavarða í Reykjavík. Myndgreiningarsýning. Hvetjum alla að koma sem gætu þekkt einhverja af félagskonunum. Hallgrímur Snær mun taka niður upplýsingar um ljósmyndirnar sem sýndar verða.
19.30-19.50 Manntalsvefur Þjóðskjalasafns. Benedikt Jónsson sérfræðingur og vefstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands kynnir Manntalsvef Þjóðskjalasafns, segir frá gerð hans og innihaldi og sýnir hvernig er hægt að nota hann. Manntalsvefur Þjóðskjalasafn er náma upplýsinga um Íslendinga frá árinu 1703-1920. Haldið í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands.
19.30-21.00 Leyndardómar skrautskriftar. Fólki þykir skjöl sem eru falleg og vel skrifuð mikils virði. Falleg rithönd og skrautritun er á undanhaldi í þeim skjölum sem koma til Borgarskjalasafns til varðveislu. Þörf er á að kynna þessar gömlu dyggðir fyrir fólki á ný. Skrautskriftarkennarinn Jens Guð kynnir leyndardóma skrautskriftar og fjallar um hana í máli og með skýringateikningum á töflu.
19.50-20.10 Brunabótavirðingar húsa í Reykjavík er einn mikilvægasti og vinsælasti skjalaflokkurinn á Borgarskjalasafni. Nú eru um 29.000 opnur sem ná frá árunum 1811 til 1981 aðgengilegar á netinu. Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður kynnir vefinn og hvernig eigi að fara af stað með að nota hann.
20.10-20.25 Bjarni Benediktsson - Fjársjóður á vefnum. Borgarskjalasafn varðveitir yfirgripsmikið og heillegt skjalasafn Bjarna Benediktssonar, fv. borgarstjóra og ráðherra og er það bæði tengt einkalífi og opinberum störfum. Gerður hefur verið sérstakur vefur www.bjarnibenediktsson.is og eru nú komin á hann tæplega 40.000 skjöl ljósmynduð eða skönnuð. Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður mun kynna vefinn og hvernig best sé að nýta sér efni á honum.
20.30-21.15 Rithöfundurinn Gerður Kristný segir frá ljóðabálknum Drápu sem kom út haustið 2014 og koma meðal annars inn á glæpamálin sem hann er byggður á. Drápa segir áhrifaríka sögu í ljóði sem hefst nóttina þegar myrkusinn kemur til borgarinnar. Ljóð Gerðar Kristnýjar hafa heillað lesendur um allan heim og fyrir þau hefur hún fengið margvísleg verðlaun.
21.00- 21.55 Eldliljurnar, félag eiginkvenna brunavarða í Reykjavík. Myndgreiningarsýning. Hvetjum alla að koma sem gætu þekkt einhverja af félagskonunum. Hallgrímur Snær mun taka niður upplýsingar um ljósmyndirnar sem sýndar verða.
22.00-22.40 Hin síkáta hljómsveit Mandólín leika skemmtilega blöndu af klezmer- og tangótónlist í Borgarskjalasafninu. Í hljómsveitinni eru harmónikur, fiðlur, klarinett, kontrabassi og gítar og hvorki meira né minna en SJÖ söngvarar. Missið ekki af því þegar Mandólín kemur til skjalanna!
Ókeypis aðgangur - vonumst til að sjá sem flesta!
Ljósmyndir frá Safnanótt munu birtast á Facebook síðu safnsins.