Félag um skjalastjórn heldur ráðstefnu um stjórnkerfi upplýsinga 31. ágúst 2023 . Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér: https://lnkd.in/e82H4DNx
Lykilfyrirlesarar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði og nálgast efnið á ólíkan hátt.
- Lewis S. Eisen, JD CIP, alþjóðlegur metsöluhöfundur og fyrirlesari: Making an Information Policy strategic and successful
- Anthea Seles, sérfræðingur í stafrænni skjalastjórn og varðveislu, Use of Artificial Intelligence in the dissemination of information
- Manfred Traeger, framkvæmdastjóri og sérfræðingur í stjórnun upplýsinga, A practical guidance for Information Governance – Lessons learned
Aðrir fyrirlesarar eru innlendir sérfræðingar sem veita okkur frekari innsýn í sína þekkingu, reynslu og umhverfi. Ráðstefnan er ætluð öllum sem hafa áhuga á, vilja fylgjast með og fræðast um stjórnkefi upplýsinga. Hún er einnig sérlega gagnleg fyrir alla sem koma að stefnumótun og stjórnun í sínu starfi sem og þeir sem vinna að upplýsingastjórnun hvort sem það varðar gagnastýringu, skjalastjórnun, persónuvernd, upplýsingaöryggi eða stjórnsýslu.
Hér er fín grein til að kynna sér hugtakið: Information Governance 101: Everything You Need to Know To Get Started in 2023 https://lnkd.in/e-jhq9JK