Félag héraðskjalavarða á Íslandi stofnað

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi var formlega stofnað föstudaginn 27. mars 2009 á símafundi, þar sem fundarstjóri var Þorsteinn Tryggvi Másson.

Á stofnfundinum voru eftirtaldir viðstaddir símleiðis:

Hrafn Sveinbjarnarson, Héraðsskjalasafni Kópavogs Svanhildur Bogadóttir, Borgarskjalasafni Reykjavíkur Dóra Guðný Sigurðardóttir, Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar Gerður Jóhannsdóttir, Héraðsskjalasafni Akraness Jóhanna Skúladóttir, Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar Sigríður Tryggvadóttir, Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu Unnar Ingvarsson, Héraðsskjalasafni Skagfirðinga Sigurlaug Stefánsdóttir, Héraðsskjalasafni Svarfdæla Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Héraðsskjalasafni Akureyrar Guðmundur Sveinsson, Héraðsskjalasafni Neskaupsstaðar Hrafnkell Lárusson, Héraðsskjalasafni Austfirðinga Sigurður Hannesson, Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu Þorsteinn Tryggvi Másson, Héraðsskjalasafni Árnessýslu

Eftirtaldir höfðu lýst yfir áhuga á að verða stofnfélagar en gátu ekki mætt á fundinn:

Sigurjón B. Hafsteinsson, Héraðsskjalasafni Þingeyinga, Jóna Björg Guðmundsdóttir, Héraðsskjalasafni Vestmanneyja og Sverrir Magnússon, Héraðsskjalasafninu Skógum.

Tilgangur með stofnun félagsins sem er að auka samstarf og samskipti milli héraðsskjalavarða á jafnréttisgrundvelli þar sem byggt er á hugmyndafræði um klasa og klasasamstarf. Félaginu er ætlað að verða vettvangur fyrir fræðslu og umræðu og gert er ráð fyrir að reglulegum fræðslufundum félagsmanna þar sem ákveðin úrlausnarefni eru tekin til umfjöllunar. Samskipti félagsmanna verða einkum með gegnum póstlista og með símafundum til að halda kostnaði í lágmarki. Jafnframt munu félagmenn sameinast um ákveðin verkefni og leitast við að gera starf safnanna sýnilegra.

Fyrsta sameiginlega verkefni félagsins er landsátak um söfnun skjala kvenfélaga um land allt í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og mun það fara af stað 15. apríl nk og verða nánar kynnt síðar.

Samþykkt var á stofnfundi að undirbúningsnefnd að stofnun félagsins myndi sitja áfram sem stjórn næstu sex mánuði auk þess sem héraðskjalavörðurinn á Egilsstöðum bættist í hópinn, þannig að í fyrstu stjórn félagsins væru stjórnarmeðlimir úr hverjum klasa.

Stjórn félagsins skipa:

Hrafn Sveinbjarnarson, Héraðsskjalasafni Kópavogs Svanhildur Bogadóttir, Borgarskjalasafni Reykjavíkur Jóhanna Skúladóttir, Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar Unnar Ingvarsson, Héraðsskjalasafni Skagfirðinga Hrafnkell Lárusson, Héraðsskjalasafni Austfirðinga, Þorsteinn Tryggvi Másson, Héraðsskjalasafni Árnessýslu

Vefsíða félagsins:

www.heradsskjalasafn.is