Fundist hefur í elstu skjölum Borgarskjalasafns skjal frá því árið 1787 sem lýsir útmælingu á lögsagnarumdæmi Reykjavíkurkaupstaðar. Skjalið varpar nýju ljósi á eignarhald á landi Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að landamerki milli Seltjarnarnes og Reykjavíkur eru á allt öðrum stað en áður var talið.
Núverandi skipting milli Reykjavíkur og Seltjarnarnes eru, sem þekkt er á mótum Granaskjóls og Nesvegar, og yfir á gatnamót Eiðsgrnada og Öldugranda en samkvæmt skjalinu sem dagsett er þann 15. október 1787 og undirritað af Thorarensen má sjá að landamerkin ættu að vera þar frá Grímstaðavör í átt að Hofsvallagötu, þaðan í átt að Garðastræti fyrir ofan Suðurgötu og þaðan í átt að Kríusteini við Ægisgarð.
Kort Norðmannsins Rasmus Lievog frá 1787 sem mældi út lóð fyrir kaupstaðinn skv. auglýsingu um kaupstaðarréttindin 18. ágúst 1786 staðfestir í raun þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu.
Borgarskjalavörður telur að með þessu skjali sé núverandi skipting Seltjarnarnes og Reykjavíkur í uppnámi og spurning hvaða lagalegu þýðingu þetta hefur fyrir sveitarfélögin tvö. Fyrir liggur að ítarlegri rannsókn þarf að fara fram og lögfræðileg umræða og fróðlegt verður að sjá hvort KR er í raun KS eða Vesturbæjarlaug sé Neslaugin?