Í dag færði Sigurgeir Bjarni Guðmannsson Borgarskjalasafni að gjöf Gerðabók stjórnar Íþróttasambands Reykjavíkur fyrir árin 1913 til 1920. Um er að ræða einstaka heimild um sögu íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík en Íþróttasambandið var forrennari Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Á Borgaraskjalasafni eru varðveitt fjölmörg skjalasöfn íþróttafélaga í Reykjavík og einnig 199 öskjur í safni Íþróttabandalags Reykjavíkur og Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.