Dagskrá Safnanætur á Borgarskjalasafni

Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður með opið hús á safnanótt föstudaginn 7. febrúar kl. 19.00-23.59. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, meðal annars tónlistaratriði, dansatriði, greiningu á ljósmyndum, gerð Valentínusarkorta, sýningu á ljósmyndum á skjá, sýningu á skjölum tengdum dansi og hreyfingu. Starfsmenn verða á staðnum og svara spurningum um Borgarskjalasafn og starfsemi þess. Að vanda verður heitt á könnunni og boðið upp á einfalda getraun.

19:00-23:59

Opið hús á Borgarskjalasafni, Grófarhúsi, 3. hæð með fjölbreyttum atriðum, sýningu á skjölum tengdum dansi og hreyfingu, Valentínusarkortagerð, greiningu á ljósmyndum og fleira. Allir velkomnir.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

19:00-20:00       

Klúbbur 44 er klúbbur eiginkvenna pípulagningamanna sem hélt uppi öflugu starfi um árabil og  afhenti Borgarskjalasafni skjöl sín til varðveislu. Safnið leitir nú til almennings með að þekkja fólk og atburði á ljósmyndum Klúbbsins eða einfaldlega skoða þær. Viltu setjast niður með kaffi- eða tebolla og aðstoða starfsmann  við verkið?

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

19:30-20:00

Nokkrir fjallhressir karlar úr Söngfélagi Skaftfellinga syngja saman nokkur lög í léttum dúr eins og Skaftfellingum er einum lagið, við undirleik Friðriks V. Stefánssonar.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

19:30-21:30

Borgarskjalasafn býður fólki að koma og gera Valentínusarkort eins og sköpunargleðin blæs þeim í brjóst, en Valentínusardagur er 14. febrúar. Leiðbeinandi í kortagerð er Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður og safnið býður upp á föndurefni.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

20:30-21:00

Borgarskjalasafn hefur unnið að skönnun á ljósmyndum sem bárust með skjalasafni Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Safnið býður nú almenningi að koma og skoða ljósmyndirnar og hjálpa starfsmanni að þekkja fólk og atburði á ljósmyndunum. Hvetjið hjólreiðafólk að heimsækja safnið og athuga hvort þeir sjálfir eða aðrir sem þeir þekkja eru á myndunum.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

20:30

Dansverk unnið saman af nemendur og tveimur kennurum Klassíska listdansskólans, sem heldur upp á 20. ára afmæli sitt um þessar mundir. Dansararnir eru Alma Kristín, Anna Lind, Arney, Bergdís, Dagmar, Sólbjört og kennarar þeirra River Carmalt og Hrafnhildi Einarsdóttur. Dansverkið heitir Syndirnar sjö.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

21:30

Dansverk unnið saman af nemendur og tveimur kennurum Klassíska listdansskólans, sem heldur upp á 20. ára afmæli sitt um þessar mundir. Dansararnir eru Alma Kristín, Anna Lind, Arney, Bergdís, Dagmar, Sólbjört og kennarar þeirra River Carmalt og Hrafnhildi Einarsdóttur. Dansverkið heitir Syndirnar sjö.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

22:00-22.40

Fjörug klezmer tónlist. Varsjárbandalagið kemur til skjalanna og leikur fjöruga klezmer-tónlist eins og þeim einum er lagið.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

21:00-23:30

Sýning á tjaldi á ljósmyndum af Melavelli og öðru tengdum honum. Tilvalið að setjast niður með kaffisopa og staldra við og rifja upp minningar frá liðnum tíma með börnum og barnabörnum.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik

Í tengslum við Vetrarhátíð hefur Borgarskjalasafn áhuga á að fá til varðveislu skjöl tengd dansi og hreyfingu. Þar gæti verið um að ræða skjöl dansskóla, ballettskóla, kennara, fimleikafélaga og svo mætti lengi tengja. Hægt er að koma þeim á safnið alla virka daga milli kl. 10 og 16 eða á Safnanótt föstudag 7. febrúar milli kl. 19:59 og 23:59. Nánari upplýsingar í síma 411 6060 eða með pósti á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is

Þá hefur Borgarskjalasafn áhuga á að fá skjalasöfn einstaklinga á öllum aldri til varðveislu og er þar til dæmis um að ræða sendibréf, dagbækur, vinnubækur og ljósmyndium.                                        ___________________                                                                                 _

Á Facebook síðu Borgarskjalasafns munu birtast nýjustu upplýsingar um Safnanótt á safninu og sömuleiðis ljósmyndir.