Dagskrá á Safnanótt föstudagskvöldið 10. febrúar 2012

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 3. hæð

Safnanótt 10. febrúar 2012

Dagskrá

19:00-23.59 Opið hús í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 3. hæð.

19:00-23.59 Sýning á skjölum tengdum ljósum og lýsingu í borginni.

19:00-23.59 Blaðað í sögunni. Fólki gefst kostur á að setjast niður og blaða í 40-50 ára gömlum vikublöðum og tískublöðum og skoða úrklippur um skemmtanalíf Reykvíkinga.

19.00-20.00 Kvikmyndin Miðbær Reykjavíkur – Aldaspegill íslenskrar samtíðar. Saga Reykjavíkur rakin síðustu 100 árin og sýnt hvernig miðbærinn hefur verið vettvangur allra helstu umbreytinga á þessum tíma. Meðal annars bruninn miklu 1915, uppbygging og helstu straumar í skemmtanalífi. Framleiðandi Kvikmyndafélag Íslands undir stjórn Júlíusar Kemp.

19:30-20:30 Fléttunámskeið – Hársnyrtistofan Salahár leiðbeinir um að flétta hár. Síðhært fólk á öllum aldri er sérstaklega boðið velkomið.

20.00-21.00 Stuttmyndin Listaverk eftir Kristberg Óskarsson. Leikari í myndinni er Kristberg Óskarsson og sýnir hún listmálara að mála mynd við Miklubraut.

20:30-21:30 Kennsla í hnútum og pulsum – Hársnyrtistofan Salahár leiðbeinir um að gera hnúta og pulsur í hár. Síðhært fólk á öllum aldri er sérstaklega boðið velkomið.

21:30-22:00 Draugasögur í rökkrinu. Árni Tryggvason, leikarinn gamalkunni og fyrrverandi starfsmaður Borgarskjalasafns lesa upp nokkrar draugasögur eins og honum einum er lagið.

22:00 Snorri Helgason leikur og syngur.

23:00 HYPNO leikur.

23:59 Húsið lokar