Brunavirðingar 1811 til 1953

Brunabótavirðingar húsa geyma upplýsingar um upprunalegt útlit húss, byggingarefni og innréttingar sem nýtast þegar verið er að fá íbúðir samþykktar og við endurgerð.

Brunavirðingar eru traustustu heimildir hvað varðar byggingarár húsa. Þær eru einnig heimildir um alla innri og ytri gerð húsa.

Brunavirðingar eru til fyrir öll samþykkt hús í Reykjavík sem byggð hafa verið fyrir 1981. Í brunavirðingum er að finna greinagóðar upplýsingar um herbergjaskipan, byggingarefni og stærð húsa o. fl. Koma þessar upplýsingar að góðum notum þegar fólk vill kynna sér sögu húsa eða gerir upp hús sín í sem upprunalegustu mynd. Enn fremur geta þessar upplýsingar nýst þeim einstaklingum sem óska eftir því að fá séreign samþykkta sem íbúð.

Endurvirðingar voru gerðar þegar einhverjar stærri breytingar voru gerðar á húsunum eða þau voru endurbætt verulega, einnig voru þau á tíðum virt þegar virt þegar dýrtíð og verðbólga var mikil.

Reykjavík fékk inngöngu í Brunabótafélag dönsku kaupstaðanna árið 1874 og þar með varð öllum húseigendum skylt að tryggja hús sín. Torfbæir voru þó undanþegnir tryggingaskyldu. Í kjölfarið tóku virðingarmenn út fasteignir þær sem átti að tryggja. Virðingar voru gerðar með reglulegu millibili og tiltekið sérstaklega ef breytingar eða viðbætur höfðu orðið á húsinu. Árið 1981 var hætt að gera virðingargjörð með þessum hætti.

Bækurnar hafa verið ljósmyndaðar og settar upp á þessum vef sem nær frá elstu virðingum frá 1811 til 1953. Hægt er að fletta í gegnum bækurnar, hlaða niður hágæða útgáfu af hverri opnu fyrir sig sem PDF skrá og hlaða niður bókunum í heild sinni.

Safnið er birt með fyrirvara um villur. Athugið að fleiri en ein dagsetning, skoðanagerð og/eða virðing getur verið á hverri síðu fyrir sig.

Bækurnar eru allar í vörslu Borgarskjalasafns Reykjavíkur.

Registur yfir brunatryggð hús 1-4645 Aðfnr. 800

Skoðanagjörðir á húsum í Reykjavík 1811-1837 Aðfnr. 5209

Brunabótatrygging húsa - Nr. 1-383 Aðfnr. 751

Brunabótatrygging húsa - Nr. 384-762 Aðfnr. 752

Brunabótatrygging húsa - Nr. 763-1191 Aðfnr. 753

Brunabótatrygging húsa - Nr. 1192-1630 Aðfnr. 754

Brunabótatrygging húsa - Nr. 1631-2520 Aðfnr. 755

Brunabótatrygging húsa - Nr. 2521-3394 Aðfnr. 756

Brunabótatrygging húsa - Nr. 3395-4304 Aðfnr. 757

Bók 25-06-1874 til 30-06-1888 Aðfnr. 733

Bók 03-07-1888 til 17-02-1900 Aðfnr. 734

Bók 02-04-1900 til 13-11-1905 Aðfnr. 735

Bók 22-11-1905 til 28-03-1911 Aðfnr. 736

Bók 04-04-1911 til 20-05-1915 Aðfnr. 737

Bók 26-05-1915 til 10-11-1917 Aðfnr. 738

Bók 23-11-1917 til 13-11-1920 Aðfnr. 739

Bók 13-11-1920 til 28-11-1922 Aðfnr. 740

Bók 02-12-1922 til 24-03-1924 Aðfnr. 741

Bók 11-04-1924 til 15-01-1926 Aðfnr. 742

Bók 21-01-1926 til 10-01-1928 Aðfnr. 743

Bók 21-01-1928 til 21-06-1930 Aðfnr. 744

Bók 21-07-1930 til 21-07-1933 Aðfnr. 745

Bók 21-08-1933 til 21-05-1937 Aðfnr. 746

Bók 21-06-1937 til 21-04-1942 Aðfnr. 747

Bók 21-04-1942 til 01-06-1943 Aðfnr. 748

Bók 01-07-1943 til 10-05-1945 Aðfnr. 749

Bók 09-06-1945 til 28-08-1947 Aðfnr. 4339

Bók 28-08-1947 til 30-06-1950 Aðfnr. 4340

Bók 30-06-1950 til 30-12-1953 Aðfnr. 4341

Í brunabótavirðingunum er mikið af upplýsingum um byggingarefni gamalla húsa og byggingaraðferðir s.s. bindingsverk, borðasúð, dúklögð gólf, flísagólf, staðsetningu eldavélartengis, íbúðarherbergi, kjallaragólf, kolaklefa, korkplötur, terrasso, sementssléttun, steinsteypu, járnbenta steinsteypu, þakhellur, vatnssalerni, vírnet, einangrun og svo mætti lengi telja.