Þann 7. október 1954 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur að stofnað yrði Minjasafn Reykjavíkur og Lárus Sigurbjörnsson skipaður skjala- og minjavörður. Þetta markar upphaf Borgarskjalasafns Reykjavíkur.
Í tilefni af 60 ára afmælinu verður Borgarskjalasafn Reykjavíkur með afmæliskaffi þriðjudaginn 7. október nk. kl. 15.00 í húsakynnum safnsins að Tryggvagötu 15, 3. hæð.
Í afgreiðslu Borgarskjalasafns er sýning með svipmyndum af sögu safnsins í 60 ár og mun hún standa áfram út október. Jafnframt er til sýnis hluti af skjalasafni Björns Þórðarsonar, fv. forsætisráðherra sem safnið fékk nýlega til varðveislu.
Allir eru velkomnir.