Borgarskjalasafn hefur fengið úthlutaða verkefnastyrki fyrir tveimur miðlunarverkefnum, samtals kr. 3.250.000.
Fyrr á árinu auglýsti Þjóðskjalasafn Íslands eftir umsóknum frá héraðsskjalasöfnum til ljósmyndunar og miðlunar á elstu skjölum safnanna. Alls bárust 14 umsóknir um styrki að upphæð 25,4 milljónir. Samþykktir voru styrkir til níu verkefna að upphæð 15,6 milljónir.
Borgarskjalasafn sóttir um styrki til fjögurra verkefna og samþykktir voru styrkir til eftirfarandi tveggja verkefna:
Ljósmyndun og miðlun elstu skjala á vef, framhaldsverkefni 2.500.000
Ljósmyndun á elstu kortum sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni 750.000
Samtals eru styrkir til Borgarskjalasafns 3.250.000. Ráðinn verður starfsmaður til að ljósmynda skjölin, vinna ljósmyndir fyrir varðveislu annars vegar og hins vegar fyrir vef. Síðan verður þeim komið á vef.
Á síðasta ári fékk safnið einnig styrk til að ljósmynda elstu skjöl. Ljósmynduð voru 12.500 skjöl. Byrjað var að ljósmynda skjöl frá því fyrir árið 1800, síðan skjöl milli 1800-1850 og er sú vinna langt komin.
Hægt er að skoða skjölin hér.