Dagskrá Borgarskjalasafns á Safnanótt 2013 - Vetrarhátíð
19:00-24:00
Opið hús á Borgarskjalasafni Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 3. hæð.
Borgarskjalasafnið verður með opið hús á Safnanótt þar sem meðal annars verður boðið upp á fyrirlestra, tónlistaratriði, sýningu tengda íþróttum, úrklippur úr dagblöðum um íþróttir og safnið leitar til almennings varðandi að þekkja fólk og atburði á íþróttaljósmyndum. Barnahornið verður á sínum stað og hin sívinsæla getraun.
Íþróttaborgin Reykjavík - Skjalaskot af íþróttasögu höfuðborgarinnar
Sýning á skjölum, ljósmyndum og munum tengdum íþróttasögu Reykjavíkur. Efni tengt íþróttafélaginu Víkingi, Laugardalsvelli, mótorhjólaklúbbnum Eldingu, Melavelli, Trukkaklúbbi TBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur og fleiru.
Leynist íþróttasaga Reykjavíkur á heimili þínu?
Borgarskjalasafn hefur á undanförnum árum staðið að skipulagðri söfnun skjalasafna íþróttafélaga. Starfandi íþróttafélögum hefur verið ritað bréf og þau hvött til að afhenda skjöl sín til varðveislu og sömuleiðis hefur verið reynt að hafa upp á skjölum eldri íþróttafélaga. Mikilvægt er að skjalasöfn félaganna séu varðveitt tryggilega á einum stað, þar sem fleiri geta fræðst um hana og rannsakað. Oft hafa skjöl smærri félaga dagað uppi í heimahúsum og gefst á Safnanótt færi að koma með þau til varðveislu.
19:00-20:00
Hver er á myndinni? Íþróttamyndir rýndar.
Borgarskjalasafn hefur unnið að skönnun á íþróttaljósmyndum sem hafa borist með skjölum íþróttafélaga. Safnið leitir nú til almennings með að þekkja fólk og atburði á íþróttamyndum fyrri ára. Viltu setjast niður með kaffi- eða tebolla og aðstoða starfsmann við verkið.
20:00-20.30
Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur, flytur erindi um dauðann.
Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn er aðeins upphaf að betri tíð.
20:00-21:00
Þekkirðu golfarann? - Ljósmyndir frá Golfklúbbi Reykjavíkur
Búið er að skanna ljósmyndir sem bárust með skjalasafni Golfklúbbs Reykjavíkur. Safnið býður nú almenningi að koma og skoða ljósmyndirnar og hjálpa starfsmanni að þekkja fólk og atburði á ljósmyndunum. Hvetjið golfara að heimsækja safnið og athuga hvort þeir sjálfir eða aðrir sem þeir þekkja eru á myndunum.
21:00-21:30
Björn Hróarsson fer með nútíma draugasögur
Björn Hróarsson, jarðfræðingur og rithöfundur lýsir áþreifanlegum draugagangi í nútímanum með áhrifamiklum sögum úr bók sinni Narfa sem kom út á síðasta ári.
21:45-23:00
Íþróttasaga Reykjavíkur í ljósmyndum á tjaldi - fyrir 1980.
Ljósmyndum af íþróttasögu höfuðborgarinnar varpað á tjald. Tilvalið að kíkja við, setjast niður með kaffisopa og rifja upp minningar með vinum eða vandamönnum.
22:00-22:45
Jón Þór Sigurleifsson, einleikur á rafgítar
Tónlistarmaðurinn Jón Þór Sigurleifsson frumflytur á Borgarskjalasafni einleiksverk samin fyrir átta strengja rafgítar. Tónsmíðarnar eru minimalískar en áhrifamiklar, drungalegar á köflum en fallegar á öðrum.
23:00-23:45
Íþróttasaga Reykjavíkur í ljósmyndum á tjaldi - eftir 1980.
Ljósmyndum af íþróttasögu höfuðborgarinnar varpað á tjald. Tilvalið að kíkja við, setjast niður með kaffisopa og rifja upp minningar með vinum eða vandamönnum. Meðal annars ljósmyndir frá Víkingi, TBR, Skíðafélagi Reykjavíkur og Golfklúbbi Reykjavíkur.